Deilt um hvalveiðar Íslendinga: "James Bond skýtur þarna yfir markið" Erla Hlynsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 15:47 Þó svo James Bond sér ósjaldan með skotvopn, er leikarinn Pierce Brosnan harðvígur andstæðingur þess að skotið sé á hvali. Samsett mynd/Vísir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða. „Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. „James Bond skýtur þarna yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegar áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir.Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða. „Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. „James Bond skýtur þarna yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegar áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir.Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira