Banna böð í Laugarvatni vegna saurgerla 8. ágúst 2011 07:00 Baðgestum er meinað að synda í Laugarvatni sökum ekolígerla sem fundist hafa í vatninu. Uppruna mengunarinnar er að finna í skólpkerfi byggðakjarnans við vatnið, en vonast er til að úr rætist áður en langt um líður. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Valtýr Valtýsson Vegna E. colimengunar sem uppgötvaðist í sumar hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bannað fólki að baða sig í Laugarvatni. Sveitarstjóri segir orsökina vera mengun úr holræsakerfi frá þéttbýlinu í kringum vatnið. „Það kom heitt vatn inn á hreinsikerfið hjá okkur, sem gerði það að verkum að gerlamyndun eyðilagðist,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að byggja upp ákveðna gerlaflóru í hreinsimannvirkinu og erum búin að panta hluti í búnaðinn sem skemmdist. Við erum að reyna að bjarga málinu eins hratt og hægt er.“ Valtýr segir að erfitt sé að segja hvenær von er á að úr rætist en viðgerð á búnaðinum verði vonandi lokið á næstu dögum eða vikum. Baðstaðurinn Fontana var opnaður nýlega við Laugarvatn og þó að allt sé til reiðu þar, fara forsvarsmenn staðarins að tilmælum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og eru ekki með opið fyrir gesti sína að vatninu. Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fontana, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið hefði ekki tafið undirbúning baðstaðarins. Önnur aðstaða, líkt og gufubað, sé opin gestum og rekstur hafi gengið vel. Hún vísaði annars á heilbrigðiseftirlitið. Sigrún Guðmundsdóttir, heilbrigðisfulltrúi á matvæla- og heilbrigðissviði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við Fréttablaðið að um öryggisatriði sé að ræða. „Við höfum ekki veitt leyfi til að hleypa gestum ofan í vatnið vegna þess að við teljum það ekki öruggt. Það er þó verið að vinna að lausn á þessu máli í samvinnu margra aðila.“ Sigrún segir að saurgerlamengunina megi einnig rekja til þess að hluti af fráveitulögnum sé kominn til ára sinna. Unnið sé að því að koma lögnum í rétt horf og nokkuð hafi unnist í þeim efnum. „En því miður tókst það ekki að fullu áður en Fontana opnaði.“ Sigrún bætir því þó við að það jákvæða í málinu sé að virkt eftirlit sé til staðar. „Við hleypum fólki ekki í vatnið nema það sé öruggt.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Valtýr Valtýsson Vegna E. colimengunar sem uppgötvaðist í sumar hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bannað fólki að baða sig í Laugarvatni. Sveitarstjóri segir orsökina vera mengun úr holræsakerfi frá þéttbýlinu í kringum vatnið. „Það kom heitt vatn inn á hreinsikerfið hjá okkur, sem gerði það að verkum að gerlamyndun eyðilagðist,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að byggja upp ákveðna gerlaflóru í hreinsimannvirkinu og erum búin að panta hluti í búnaðinn sem skemmdist. Við erum að reyna að bjarga málinu eins hratt og hægt er.“ Valtýr segir að erfitt sé að segja hvenær von er á að úr rætist en viðgerð á búnaðinum verði vonandi lokið á næstu dögum eða vikum. Baðstaðurinn Fontana var opnaður nýlega við Laugarvatn og þó að allt sé til reiðu þar, fara forsvarsmenn staðarins að tilmælum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og eru ekki með opið fyrir gesti sína að vatninu. Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fontana, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið hefði ekki tafið undirbúning baðstaðarins. Önnur aðstaða, líkt og gufubað, sé opin gestum og rekstur hafi gengið vel. Hún vísaði annars á heilbrigðiseftirlitið. Sigrún Guðmundsdóttir, heilbrigðisfulltrúi á matvæla- og heilbrigðissviði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við Fréttablaðið að um öryggisatriði sé að ræða. „Við höfum ekki veitt leyfi til að hleypa gestum ofan í vatnið vegna þess að við teljum það ekki öruggt. Það er þó verið að vinna að lausn á þessu máli í samvinnu margra aðila.“ Sigrún segir að saurgerlamengunina megi einnig rekja til þess að hluti af fráveitulögnum sé kominn til ára sinna. Unnið sé að því að koma lögnum í rétt horf og nokkuð hafi unnist í þeim efnum. „En því miður tókst það ekki að fullu áður en Fontana opnaði.“ Sigrún bætir því þó við að það jákvæða í málinu sé að virkt eftirlit sé til staðar. „Við hleypum fólki ekki í vatnið nema það sé öruggt.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent