Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum 4. ágúst 2011 06:15 Útboð sérleyfa fyrir rútuferðir er meðal þess sem verður í umsjón sveitarfélaga sem taka yfir umsjón almenningssamgangna á landi. Sveitarfélög á Suðurlandi hafa þegar samið við Vegagerðina um að taka við málaflokknum. Mynd/HAG Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira