Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum 4. ágúst 2011 06:15 Útboð sérleyfa fyrir rútuferðir er meðal þess sem verður í umsjón sveitarfélaga sem taka yfir umsjón almenningssamgangna á landi. Sveitarfélög á Suðurlandi hafa þegar samið við Vegagerðina um að taka við málaflokknum. Mynd/HAG Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira