Keyra vatn í bílum í byggðina í Reykholti 30. júlí 2011 09:00 Íbúar og gestir í Reykholti hafa liðið fyrir vatnsskort undanfarin sumur. Orkuveita Reykjavíkur hefur þurft að keyra vatn á svæðið í tankbílum. Mynd/Pjetur Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki getað séð íbúum í Reykholti fyrir nægjanlegu neysluvatni undanfarin sumur. Þurrkar hafa gert það að verkum að vatnsból dugar ekki fyrir íbúana. Hótelstjóri á Fosshóteli segir þetta hafa áhrif á reksturinn. Vatnsból Reykhyltinga er fyrir ofan byggðakjarnann og þegar lækkar í því af völdum þurrka hefur Orkuveitan brugðið á það ráð að keyra vatn á svæðið í tankbílum. Það er dýr aðgerð. Fyrirtækið hefur fundið nýtt vatnsból við Rauðsgil en frekari mælinga er þörf áður en hægt er að taka það í notkun. Daði Jörgensson, hótelstjóri á Fosshótel Reykholti, segir vatnsleysið skapa óþægindi fyrir gesti hans. Það geri ekki alltaf boð á undan sér, heldur minnki þrýstingur smám saman. „Þetta hefur komið niður á þeirri þjónustu sem ég hef getað boðið og ég hef þurft að afsaka mig fyrirfram gagnvart gestum og bókunaraðilum." Hann segir fólk þó yfirleitt taka vel í þetta, en einhverjir séu þó óánægðir. Til að mynda hafi það gerst í sumar að ekki hafi verið nægt vatn til að sturta niður úr klósetti og það sé auðvitað ekki boðlegt. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, segir vatnsleysið hafa skapað vandamál, bæði fyrir íbúa og gesti. Fjölmargir sóttu Reykholtshátíð og þá plagaði vatnsskorturinn gesti. Hann segir blóðugt að íbúar greiði fullt vatnsgjald en fái ekki sömu þjónustu og aðrir. Til að mynda fari um helmingur allra sóknargjalda kirkjunnar í vatnsgjald, þar sem nú er greitt eftir rúmmetramagni en ekki notkun. Kirkjan sá sjálf um sinn vatnsbúskap en afhenti hreppnum þau mannvirki að ósk hans. Hreppurinn seldi síðan áfram til Orkuveitunnar. Geir segir upphaflegar áætlanir hafa gert ráð fyrir að vatnslögn yrði lögð úr Grábrókarhrauni, sem er gríðarleg vegalengd. Fallið hafi verið frá því.Eiríkur HjálmarssonMynd/OREiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir aðstæður hafa verið mjög slæmar síðustu sumur og hafi valdið íbúum óþægindum. „Þetta er ferlegt, það er það bara," segir hann. Hann segir holuna við Rauðsgil lofa góðu, en á hana verði að fá vetrarmælingu áður en lagt er út í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við þurfum vissu fyrir því að þetta sé vænlegt vatnsból áður en við leggjum út í mikinn kostnað á þessum niðurskurðartímum." Vonast er til að hægt verði að nýta vatnsbólið næsta sumar. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki getað séð íbúum í Reykholti fyrir nægjanlegu neysluvatni undanfarin sumur. Þurrkar hafa gert það að verkum að vatnsból dugar ekki fyrir íbúana. Hótelstjóri á Fosshóteli segir þetta hafa áhrif á reksturinn. Vatnsból Reykhyltinga er fyrir ofan byggðakjarnann og þegar lækkar í því af völdum þurrka hefur Orkuveitan brugðið á það ráð að keyra vatn á svæðið í tankbílum. Það er dýr aðgerð. Fyrirtækið hefur fundið nýtt vatnsból við Rauðsgil en frekari mælinga er þörf áður en hægt er að taka það í notkun. Daði Jörgensson, hótelstjóri á Fosshótel Reykholti, segir vatnsleysið skapa óþægindi fyrir gesti hans. Það geri ekki alltaf boð á undan sér, heldur minnki þrýstingur smám saman. „Þetta hefur komið niður á þeirri þjónustu sem ég hef getað boðið og ég hef þurft að afsaka mig fyrirfram gagnvart gestum og bókunaraðilum." Hann segir fólk þó yfirleitt taka vel í þetta, en einhverjir séu þó óánægðir. Til að mynda hafi það gerst í sumar að ekki hafi verið nægt vatn til að sturta niður úr klósetti og það sé auðvitað ekki boðlegt. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, segir vatnsleysið hafa skapað vandamál, bæði fyrir íbúa og gesti. Fjölmargir sóttu Reykholtshátíð og þá plagaði vatnsskorturinn gesti. Hann segir blóðugt að íbúar greiði fullt vatnsgjald en fái ekki sömu þjónustu og aðrir. Til að mynda fari um helmingur allra sóknargjalda kirkjunnar í vatnsgjald, þar sem nú er greitt eftir rúmmetramagni en ekki notkun. Kirkjan sá sjálf um sinn vatnsbúskap en afhenti hreppnum þau mannvirki að ósk hans. Hreppurinn seldi síðan áfram til Orkuveitunnar. Geir segir upphaflegar áætlanir hafa gert ráð fyrir að vatnslögn yrði lögð úr Grábrókarhrauni, sem er gríðarleg vegalengd. Fallið hafi verið frá því.Eiríkur HjálmarssonMynd/OREiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir aðstæður hafa verið mjög slæmar síðustu sumur og hafi valdið íbúum óþægindum. „Þetta er ferlegt, það er það bara," segir hann. Hann segir holuna við Rauðsgil lofa góðu, en á hana verði að fá vetrarmælingu áður en lagt er út í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við þurfum vissu fyrir því að þetta sé vænlegt vatnsból áður en við leggjum út í mikinn kostnað á þessum niðurskurðartímum." Vonast er til að hægt verði að nýta vatnsbólið næsta sumar. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira