Innlent

Heiðmerkurmaður enn inni

mynd/Anton Brink
Gæsluvarðhald yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí hefur verið framlengt til 18. ágúst. Jafnframt hefur ríkissaksóknari gefið út ákæru á hendur honum. Þar er gerð krafa um refsingu en til vara krafa um vistun á viðeigandi stofnun.

Maðurinn kom með lík konunnar í skotti bifreiðar sinnar á Landspítalann í Fossvogi 12. maí síðastliðinn. Hann er nú vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×