Innlent

Sævar Ciesielski er látinn

Sævar Ciesielski. Mynd/ GVA.
Sævar Ciesielski. Mynd/ GVA.
Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi.Hæstiréttur mildaði dóminn í sautján ár og sat Sævar inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað.Þættir úr ævi Sævars voru skrásettir í bókinni Stattu þig drengur eftir Stefán Unnsteinsson sem kom út árið 1980. Þar lýsir Sævar barnæsku sinni, en hann dvaldi meðal annars í Breiðavík. Í skýrslu nefndar um áfangaheimilið í Breiðavík er bókin sögð mikilvæg heimild um ástandið þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.