Rekstur Heimilis og skóla fór úr böndum 31. maí 2011 05:30 Samtökin segjast ekki ætla að slá slöku við í fræðslu og hagsmunagæslu fyrir skólabörn, heldur eigi þvert á móti að auka við verkefnin. nordicphotos/getty Rúmlega tuttugu milljóna króna tap var á rekstri samtakanna Heimilis og skóla á síðasta ári. Rúmlega tveggja milljóna hagnaður var af rekstrinum árið áður. Félagskjörnir skoðunarmenn samtakanna vöktu athygli á þessu í ársskýrslu. Þeir segja þar að „rekstur samtakanna hafi farið úr böndum og að eftirliti hafi verið ábótavant“. Tekjur samtakanna drógust umtalsvert saman milli ára en útgjöld jukust verulega á sama tíma. Til dæmis hækkaði launakostnaður um rúmar fimm milljónir, úr 26 í 31. Þá hækkaði kostnaður samtakanna við ráðstefnur, námskeið, fyrirlestra og fleira um 2,6 milljónir króna, úr 563 þúsundum í rúmlega þrjár milljónir króna. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður jókst um 70 prósent, eða 3,4 milljónir króna. „Það sem fór úrskeiðis var að stjórn samtakanna greip ekki inn í nægilega snemma til að stöðva þetta tap og gera ráðstafanir,“ segir Ketill Berg Magnússon, nýkjörinn formaður Heimilis og skóla. Hann segir árið 2010 hafa verið mun kostnaðarsamara en gert hafði verið ráð fyrir auk þess sem tekjur hafi verið lægri. „Það gekk illa að safna styrkjum sem er meðal þess sem er okkar fjáröflunarleið. Það varð til þess að það var mikið tap á rekstrinum.“ Þá voru tíð framkvæmdastjóraskipti á árinu sem hækkuðu launakostnað. Framkvæmdahópur tók til starfa vegna málsins í febrúar, þegar ljóst var hvernig staðan væri. Hópurinn segir að stjórn og framkvæmdanefnd hafi fram að því ekki fengið réttar upplýsingar frá framkvæmdastjórum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að stóran hluta ársins hafi gjöld verið mun hærri en tekjur og það sé mjög alvarlegt. Framkvæmdastjórar, framkvæmdanefnd og stjórn beri ábyrgð á því. Framkvæmdahópurinn hefur haft það hlutverk að snúa rekstrinum við á ný. „Það er skemmst frá því að segja að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur það tekist, við erum búin að snúa tapinu í hagnað og á sama tíma aukið verkefni og útgáfu til muna,“ segir Ketill. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Rúmlega tuttugu milljóna króna tap var á rekstri samtakanna Heimilis og skóla á síðasta ári. Rúmlega tveggja milljóna hagnaður var af rekstrinum árið áður. Félagskjörnir skoðunarmenn samtakanna vöktu athygli á þessu í ársskýrslu. Þeir segja þar að „rekstur samtakanna hafi farið úr böndum og að eftirliti hafi verið ábótavant“. Tekjur samtakanna drógust umtalsvert saman milli ára en útgjöld jukust verulega á sama tíma. Til dæmis hækkaði launakostnaður um rúmar fimm milljónir, úr 26 í 31. Þá hækkaði kostnaður samtakanna við ráðstefnur, námskeið, fyrirlestra og fleira um 2,6 milljónir króna, úr 563 þúsundum í rúmlega þrjár milljónir króna. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður jókst um 70 prósent, eða 3,4 milljónir króna. „Það sem fór úrskeiðis var að stjórn samtakanna greip ekki inn í nægilega snemma til að stöðva þetta tap og gera ráðstafanir,“ segir Ketill Berg Magnússon, nýkjörinn formaður Heimilis og skóla. Hann segir árið 2010 hafa verið mun kostnaðarsamara en gert hafði verið ráð fyrir auk þess sem tekjur hafi verið lægri. „Það gekk illa að safna styrkjum sem er meðal þess sem er okkar fjáröflunarleið. Það varð til þess að það var mikið tap á rekstrinum.“ Þá voru tíð framkvæmdastjóraskipti á árinu sem hækkuðu launakostnað. Framkvæmdahópur tók til starfa vegna málsins í febrúar, þegar ljóst var hvernig staðan væri. Hópurinn segir að stjórn og framkvæmdanefnd hafi fram að því ekki fengið réttar upplýsingar frá framkvæmdastjórum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að stóran hluta ársins hafi gjöld verið mun hærri en tekjur og það sé mjög alvarlegt. Framkvæmdastjórar, framkvæmdanefnd og stjórn beri ábyrgð á því. Framkvæmdahópurinn hefur haft það hlutverk að snúa rekstrinum við á ný. „Það er skemmst frá því að segja að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur það tekist, við erum búin að snúa tapinu í hagnað og á sama tíma aukið verkefni og útgáfu til muna,“ segir Ketill. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira