Rekstur Heimilis og skóla fór úr böndum 31. maí 2011 05:30 Samtökin segjast ekki ætla að slá slöku við í fræðslu og hagsmunagæslu fyrir skólabörn, heldur eigi þvert á móti að auka við verkefnin. nordicphotos/getty Rúmlega tuttugu milljóna króna tap var á rekstri samtakanna Heimilis og skóla á síðasta ári. Rúmlega tveggja milljóna hagnaður var af rekstrinum árið áður. Félagskjörnir skoðunarmenn samtakanna vöktu athygli á þessu í ársskýrslu. Þeir segja þar að „rekstur samtakanna hafi farið úr böndum og að eftirliti hafi verið ábótavant“. Tekjur samtakanna drógust umtalsvert saman milli ára en útgjöld jukust verulega á sama tíma. Til dæmis hækkaði launakostnaður um rúmar fimm milljónir, úr 26 í 31. Þá hækkaði kostnaður samtakanna við ráðstefnur, námskeið, fyrirlestra og fleira um 2,6 milljónir króna, úr 563 þúsundum í rúmlega þrjár milljónir króna. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður jókst um 70 prósent, eða 3,4 milljónir króna. „Það sem fór úrskeiðis var að stjórn samtakanna greip ekki inn í nægilega snemma til að stöðva þetta tap og gera ráðstafanir,“ segir Ketill Berg Magnússon, nýkjörinn formaður Heimilis og skóla. Hann segir árið 2010 hafa verið mun kostnaðarsamara en gert hafði verið ráð fyrir auk þess sem tekjur hafi verið lægri. „Það gekk illa að safna styrkjum sem er meðal þess sem er okkar fjáröflunarleið. Það varð til þess að það var mikið tap á rekstrinum.“ Þá voru tíð framkvæmdastjóraskipti á árinu sem hækkuðu launakostnað. Framkvæmdahópur tók til starfa vegna málsins í febrúar, þegar ljóst var hvernig staðan væri. Hópurinn segir að stjórn og framkvæmdanefnd hafi fram að því ekki fengið réttar upplýsingar frá framkvæmdastjórum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að stóran hluta ársins hafi gjöld verið mun hærri en tekjur og það sé mjög alvarlegt. Framkvæmdastjórar, framkvæmdanefnd og stjórn beri ábyrgð á því. Framkvæmdahópurinn hefur haft það hlutverk að snúa rekstrinum við á ný. „Það er skemmst frá því að segja að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur það tekist, við erum búin að snúa tapinu í hagnað og á sama tíma aukið verkefni og útgáfu til muna,“ segir Ketill. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Rúmlega tuttugu milljóna króna tap var á rekstri samtakanna Heimilis og skóla á síðasta ári. Rúmlega tveggja milljóna hagnaður var af rekstrinum árið áður. Félagskjörnir skoðunarmenn samtakanna vöktu athygli á þessu í ársskýrslu. Þeir segja þar að „rekstur samtakanna hafi farið úr böndum og að eftirliti hafi verið ábótavant“. Tekjur samtakanna drógust umtalsvert saman milli ára en útgjöld jukust verulega á sama tíma. Til dæmis hækkaði launakostnaður um rúmar fimm milljónir, úr 26 í 31. Þá hækkaði kostnaður samtakanna við ráðstefnur, námskeið, fyrirlestra og fleira um 2,6 milljónir króna, úr 563 þúsundum í rúmlega þrjár milljónir króna. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður jókst um 70 prósent, eða 3,4 milljónir króna. „Það sem fór úrskeiðis var að stjórn samtakanna greip ekki inn í nægilega snemma til að stöðva þetta tap og gera ráðstafanir,“ segir Ketill Berg Magnússon, nýkjörinn formaður Heimilis og skóla. Hann segir árið 2010 hafa verið mun kostnaðarsamara en gert hafði verið ráð fyrir auk þess sem tekjur hafi verið lægri. „Það gekk illa að safna styrkjum sem er meðal þess sem er okkar fjáröflunarleið. Það varð til þess að það var mikið tap á rekstrinum.“ Þá voru tíð framkvæmdastjóraskipti á árinu sem hækkuðu launakostnað. Framkvæmdahópur tók til starfa vegna málsins í febrúar, þegar ljóst var hvernig staðan væri. Hópurinn segir að stjórn og framkvæmdanefnd hafi fram að því ekki fengið réttar upplýsingar frá framkvæmdastjórum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að stóran hluta ársins hafi gjöld verið mun hærri en tekjur og það sé mjög alvarlegt. Framkvæmdastjórar, framkvæmdanefnd og stjórn beri ábyrgð á því. Framkvæmdahópurinn hefur haft það hlutverk að snúa rekstrinum við á ný. „Það er skemmst frá því að segja að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur það tekist, við erum búin að snúa tapinu í hagnað og á sama tíma aukið verkefni og útgáfu til muna,“ segir Ketill. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira