Peningaöflin senda jaðarbyggð skilaboð 31. maí 2011 06:00 Seyðisfjörður. Treglega hefur gengið að fá fjárfesta að álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands fordæmir þá ákvörðun Framtakssjóðs Íslands að leggja ekki fé í álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. „Ljóst er af öllu að megin ástæða afstöðu sjóðsins ræðst af staðsetningu verksmiðjunnar, en ekki fjárhagslegum forsendum. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins lýsir jafnframt yfir vandlætingu sinni á því hvernig þeir sem fara með fé almennings í lífeyrissjóðum landsins leyfa sér að koma fram við jaðarbyggðir á Íslandi," segir stjórnin í ályktun sem samþykkt var að tillögu Ólafs Hr. Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði. Þá skoraði stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins á ríkisstjórnina og Samband íslenskra sveitarfélaga að fjalla strax um stöðu jaðarbyggða á Íslandi „áður en það verður um seinan". Ólafur segir í pistli á heimasíðu Seyðisfjarðar að bæjarstjórnin hafi beðið eitt ár með alla hagræðingu í mannahaldi í þeirri von að birti til í atvinnulífinu. Sú von hafi nú brugðist. Ömurleg staðreynd blasi við jaðarbyggðum á Íslandi.Ólafur Hr. Sigurðsson„Peningaöfl landsins stýra því algerlega hvert fjármagnið fer og einu virðist gilda þó að fjármálaráðherra landsins leggist á árar með okkur og reyni að koma vitinu fyrir menn. Verst finnst manni samt að sjá að sjóður sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS skuli haga sér svona. Sjóður sem skilaði fjögurra milljarða hagnaði síðustu sextán mánuðina. Þetta eru flott skilaboð til þeirra sem búa á þessum svæðum landsins. Við erum líka að borga okkar í lífeyrissjóðina. Er ekki ráð að við snúum bökum saman á landsbyggðinni og látum skella í tönnum. Fjandinn hafi það, við verðum ekki drepin hljóðalaust," segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði. „Þetta verkefni, eins og það var lagt upp, samræmist ekki markmiðum Framtakssjóðsins um ávöxtun og áhættu. Okkur er falið að ávaxta almannafé og ber að fara mjög vandlega yfir allar fjárfestingar og í þessu tilfelli var niðurstaðan að fjárfesta ekki," segir Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Framtakssjóðsins. Pétur kveðst skilja vonbrigði heimamanna með að fá ekki fjárfesta að verksmiðjunni. „Ekki nema ein af hverjum sex til átta fjárfestingum sem Framtakssjóðurinn skoðar endar með ákvörðun um fjárfestingu." gar@frettabladid.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands fordæmir þá ákvörðun Framtakssjóðs Íslands að leggja ekki fé í álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. „Ljóst er af öllu að megin ástæða afstöðu sjóðsins ræðst af staðsetningu verksmiðjunnar, en ekki fjárhagslegum forsendum. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins lýsir jafnframt yfir vandlætingu sinni á því hvernig þeir sem fara með fé almennings í lífeyrissjóðum landsins leyfa sér að koma fram við jaðarbyggðir á Íslandi," segir stjórnin í ályktun sem samþykkt var að tillögu Ólafs Hr. Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði. Þá skoraði stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins á ríkisstjórnina og Samband íslenskra sveitarfélaga að fjalla strax um stöðu jaðarbyggða á Íslandi „áður en það verður um seinan". Ólafur segir í pistli á heimasíðu Seyðisfjarðar að bæjarstjórnin hafi beðið eitt ár með alla hagræðingu í mannahaldi í þeirri von að birti til í atvinnulífinu. Sú von hafi nú brugðist. Ömurleg staðreynd blasi við jaðarbyggðum á Íslandi.Ólafur Hr. Sigurðsson„Peningaöfl landsins stýra því algerlega hvert fjármagnið fer og einu virðist gilda þó að fjármálaráðherra landsins leggist á árar með okkur og reyni að koma vitinu fyrir menn. Verst finnst manni samt að sjá að sjóður sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS skuli haga sér svona. Sjóður sem skilaði fjögurra milljarða hagnaði síðustu sextán mánuðina. Þetta eru flott skilaboð til þeirra sem búa á þessum svæðum landsins. Við erum líka að borga okkar í lífeyrissjóðina. Er ekki ráð að við snúum bökum saman á landsbyggðinni og látum skella í tönnum. Fjandinn hafi það, við verðum ekki drepin hljóðalaust," segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði. „Þetta verkefni, eins og það var lagt upp, samræmist ekki markmiðum Framtakssjóðsins um ávöxtun og áhættu. Okkur er falið að ávaxta almannafé og ber að fara mjög vandlega yfir allar fjárfestingar og í þessu tilfelli var niðurstaðan að fjárfesta ekki," segir Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Framtakssjóðsins. Pétur kveðst skilja vonbrigði heimamanna með að fá ekki fjárfesta að verksmiðjunni. „Ekki nema ein af hverjum sex til átta fjárfestingum sem Framtakssjóðurinn skoðar endar með ákvörðun um fjárfestingu." gar@frettabladid.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira