Peningaöflin senda jaðarbyggð skilaboð 31. maí 2011 06:00 Seyðisfjörður. Treglega hefur gengið að fá fjárfesta að álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands fordæmir þá ákvörðun Framtakssjóðs Íslands að leggja ekki fé í álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. „Ljóst er af öllu að megin ástæða afstöðu sjóðsins ræðst af staðsetningu verksmiðjunnar, en ekki fjárhagslegum forsendum. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins lýsir jafnframt yfir vandlætingu sinni á því hvernig þeir sem fara með fé almennings í lífeyrissjóðum landsins leyfa sér að koma fram við jaðarbyggðir á Íslandi," segir stjórnin í ályktun sem samþykkt var að tillögu Ólafs Hr. Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði. Þá skoraði stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins á ríkisstjórnina og Samband íslenskra sveitarfélaga að fjalla strax um stöðu jaðarbyggða á Íslandi „áður en það verður um seinan". Ólafur segir í pistli á heimasíðu Seyðisfjarðar að bæjarstjórnin hafi beðið eitt ár með alla hagræðingu í mannahaldi í þeirri von að birti til í atvinnulífinu. Sú von hafi nú brugðist. Ömurleg staðreynd blasi við jaðarbyggðum á Íslandi.Ólafur Hr. Sigurðsson„Peningaöfl landsins stýra því algerlega hvert fjármagnið fer og einu virðist gilda þó að fjármálaráðherra landsins leggist á árar með okkur og reyni að koma vitinu fyrir menn. Verst finnst manni samt að sjá að sjóður sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS skuli haga sér svona. Sjóður sem skilaði fjögurra milljarða hagnaði síðustu sextán mánuðina. Þetta eru flott skilaboð til þeirra sem búa á þessum svæðum landsins. Við erum líka að borga okkar í lífeyrissjóðina. Er ekki ráð að við snúum bökum saman á landsbyggðinni og látum skella í tönnum. Fjandinn hafi það, við verðum ekki drepin hljóðalaust," segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði. „Þetta verkefni, eins og það var lagt upp, samræmist ekki markmiðum Framtakssjóðsins um ávöxtun og áhættu. Okkur er falið að ávaxta almannafé og ber að fara mjög vandlega yfir allar fjárfestingar og í þessu tilfelli var niðurstaðan að fjárfesta ekki," segir Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Framtakssjóðsins. Pétur kveðst skilja vonbrigði heimamanna með að fá ekki fjárfesta að verksmiðjunni. „Ekki nema ein af hverjum sex til átta fjárfestingum sem Framtakssjóðurinn skoðar endar með ákvörðun um fjárfestingu." gar@frettabladid.is Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands fordæmir þá ákvörðun Framtakssjóðs Íslands að leggja ekki fé í álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. „Ljóst er af öllu að megin ástæða afstöðu sjóðsins ræðst af staðsetningu verksmiðjunnar, en ekki fjárhagslegum forsendum. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins lýsir jafnframt yfir vandlætingu sinni á því hvernig þeir sem fara með fé almennings í lífeyrissjóðum landsins leyfa sér að koma fram við jaðarbyggðir á Íslandi," segir stjórnin í ályktun sem samþykkt var að tillögu Ólafs Hr. Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði. Þá skoraði stjórn Atvinnuþróunarsjóðsins á ríkisstjórnina og Samband íslenskra sveitarfélaga að fjalla strax um stöðu jaðarbyggða á Íslandi „áður en það verður um seinan". Ólafur segir í pistli á heimasíðu Seyðisfjarðar að bæjarstjórnin hafi beðið eitt ár með alla hagræðingu í mannahaldi í þeirri von að birti til í atvinnulífinu. Sú von hafi nú brugðist. Ömurleg staðreynd blasi við jaðarbyggðum á Íslandi.Ólafur Hr. Sigurðsson„Peningaöfl landsins stýra því algerlega hvert fjármagnið fer og einu virðist gilda þó að fjármálaráðherra landsins leggist á árar með okkur og reyni að koma vitinu fyrir menn. Verst finnst manni samt að sjá að sjóður sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS skuli haga sér svona. Sjóður sem skilaði fjögurra milljarða hagnaði síðustu sextán mánuðina. Þetta eru flott skilaboð til þeirra sem búa á þessum svæðum landsins. Við erum líka að borga okkar í lífeyrissjóðina. Er ekki ráð að við snúum bökum saman á landsbyggðinni og látum skella í tönnum. Fjandinn hafi það, við verðum ekki drepin hljóðalaust," segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði. „Þetta verkefni, eins og það var lagt upp, samræmist ekki markmiðum Framtakssjóðsins um ávöxtun og áhættu. Okkur er falið að ávaxta almannafé og ber að fara mjög vandlega yfir allar fjárfestingar og í þessu tilfelli var niðurstaðan að fjárfesta ekki," segir Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Framtakssjóðsins. Pétur kveðst skilja vonbrigði heimamanna með að fá ekki fjárfesta að verksmiðjunni. „Ekki nema ein af hverjum sex til átta fjárfestingum sem Framtakssjóðurinn skoðar endar með ákvörðun um fjárfestingu." gar@frettabladid.is
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira