Sífellt fleiri reyna að smygla læknadópi 31. maí 2011 07:00 Þeir sem reyna að smygla einhverju, sem bannað er innan veggja fangelsa, inn í þau, fá sekt sem nemur hundruðum þúsunda eða skilorðsbundið fangelsi. Smygl á fíkniefnum til fanga á Litla-Hrauni hefur gerbreyst á síðustu tveimur árum. Nú er mun meira um að fangaverðir stöðvi sendingar af lyfjum á borð við rítalín og contalgín en ólöglegum fíkniefnum. Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Selfossi, segir smygltilraunirnar með margvíslegum hætti. Lyfin séu falin í DVD-spilurum sem reynt sé að senda inn í fangelsið, fólk mæti í heimsókn með efnin innvortis eða reynt sé að koma þeim inn með öðrum hætti. „Þarna hjálpar fíkniefnahundurinn ekki, hann þekkir ekki lyktina af lyfjum eins og contalgíni og fleiri slíkum sem fíklar nota,“ segir Elís . „Það er mikill munur á alvarleika þeirra brota samkvæmt hegningarlögum að vera með tíu rítalíntöflur í vasanum í ólöglegum tilgangi eða reyna að smygla þeim inn í fangelsi,“ útskýrir Elís. „Að hafa slíkar töflur í sinni vörslu í ólögmætum tilgangi er brot á lyfjalögum, sem ekki eru svo þung viðurlög við. En að reyna að koma slíkum töflum, eða öðru sem bannað er í fangelsunum, þar inn er brot á lögum um fullnustu og refsingu fanga.“ Í lögunum segir að sá sem smygli eða reyni að smygla munum eða efnum til fanga skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum nema þyngri refsing liggi við brotinu samkvæmt öðrum lögum. Elís segir að fólk sem reyni að smygla einhverju inn í fangelsin hafi yfirleitt fengið skilorðsbundna fangelsisdóma eða hundruð þúsunda í sekt. „Ef fólk er á skilorði fyrir fer það beint í grjótið. Fólk sem lætur plata sig til að reyna að smygla læknadópi, fíkniefnum, síma eða þjöl, svo dæmi séu nefnd, inn í fangelsi áttar sig ekki á alvarleika brotsins fyrr en hann dynur á þeim.“ Í umfjöllun Kastljóss undanfarna daga hefur komið fram að mikil aukning hefur orðið í framboði læknadóps á götunni. - jss Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Smygl á fíkniefnum til fanga á Litla-Hrauni hefur gerbreyst á síðustu tveimur árum. Nú er mun meira um að fangaverðir stöðvi sendingar af lyfjum á borð við rítalín og contalgín en ólöglegum fíkniefnum. Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Selfossi, segir smygltilraunirnar með margvíslegum hætti. Lyfin séu falin í DVD-spilurum sem reynt sé að senda inn í fangelsið, fólk mæti í heimsókn með efnin innvortis eða reynt sé að koma þeim inn með öðrum hætti. „Þarna hjálpar fíkniefnahundurinn ekki, hann þekkir ekki lyktina af lyfjum eins og contalgíni og fleiri slíkum sem fíklar nota,“ segir Elís . „Það er mikill munur á alvarleika þeirra brota samkvæmt hegningarlögum að vera með tíu rítalíntöflur í vasanum í ólöglegum tilgangi eða reyna að smygla þeim inn í fangelsi,“ útskýrir Elís. „Að hafa slíkar töflur í sinni vörslu í ólögmætum tilgangi er brot á lyfjalögum, sem ekki eru svo þung viðurlög við. En að reyna að koma slíkum töflum, eða öðru sem bannað er í fangelsunum, þar inn er brot á lögum um fullnustu og refsingu fanga.“ Í lögunum segir að sá sem smygli eða reyni að smygla munum eða efnum til fanga skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum nema þyngri refsing liggi við brotinu samkvæmt öðrum lögum. Elís segir að fólk sem reyni að smygla einhverju inn í fangelsin hafi yfirleitt fengið skilorðsbundna fangelsisdóma eða hundruð þúsunda í sekt. „Ef fólk er á skilorði fyrir fer það beint í grjótið. Fólk sem lætur plata sig til að reyna að smygla læknadópi, fíkniefnum, síma eða þjöl, svo dæmi séu nefnd, inn í fangelsi áttar sig ekki á alvarleika brotsins fyrr en hann dynur á þeim.“ Í umfjöllun Kastljóss undanfarna daga hefur komið fram að mikil aukning hefur orðið í framboði læknadóps á götunni. - jss
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira