Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarfið 21. maí 2011 05:00 Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að þrátt fyrir þessa fjölgun kvenna komi þangað einungis lítið brot af þeim konum sem verða fyrir ofbeldi. fréttablaðið/pjetur Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölgunin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 prósent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölgunin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 prósent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira