Svarar engu um framboð 19. maí 2011 07:00 Dmitrí Medvedev á stærsta blaðamannafundi sínum sem forseti til þessa. Mynd/AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti blés til mikils blaðamannafundar í gær þar sem hann svaraði spurningum í heila klukkustund. Þótt hann hafi engu svarað um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta næsta kjörtímabil má líta á blaðamannafundinn sem fyrsta skref hans í þá áttina að gera sig gildandi í augum þjóðarinnar gegn vini sínum Vladimír Pútín. Hvorki Pútín né Medvedev hafa svarað því hvor þeirra ætli að bjóða sig fram í forsetakosningunum á næsta ári en þeir hafa þó sagt að þeir muni taka sameiginlega ákvörðun um það. Pútín var forseti Rússlands í rúmlega tvö kjörtímabil, frá 1999 til 2008, og naut mikilla vinsælda meðal Rússa en mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins í röð. Hann má hins vegar bjóða sig fram næst og hefur þá möguleika á að sitja í tólf ár samtals því kjörtímabilið hefur verið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev lagði áherslu á að þeir Pútín væru að mestu sammála um stefnuna í öllum helstu málaflokkum en dró samt fram áherslumun í nokkrum veigamiklum málum. Hann sagðist meðal annars ósammála Pútín um það hversu hratt ætti að nútímavæða Rússland. „Hann telur að nútímavæðingin sé hægfara ferli sem þróast stig af stigi,“ sagði Medvedev. „En ég tel að við höfum bæði tækifæri og alla burði til að fara hraðar í þá nútímavæðingu.“ Aðspurður sagði Medvedev einnig enga hættu stafa af olíujöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí, þótt hann væri látinn laus úr fangelsi. Hann vildi hins vegar engu svara um það hvort hann hefði í hyggju að náða hann. Lögfræðingur Khodorkovskís fagnaði þessari yfirlýsingu en sagði næsta skref vera að gefa upp hvenær hann yrði látinn laus. Mannréttindafrömuðir og stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa lengi barist fyrir því að Medvedev náði Khodorkovskí. Margir hafa talið réttarhöldin gegn Khodorkovskí ekkert annað en hefndarráðstöfun Pútíns, sem hafi látið fara svo mjög fyrir brjóstið á sér að Khodorkovskí hafi farið í harða samkeppni við rússneskan ríkisrekstur á olíufyrirtækjum. Erlendis hefur málið þótt hneisa fyrir rússnesk stjórnvöld. Pútín hefur kallað Khodorkovskí þjóf og segir hann eiga ekkert annað skilið en að dúsa sem lengst í fangelsi. Medvedev hefur því greinilega dálítið aðrar áherslur í afstöðu sinni til Khodorkovskís en Pútín. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti blés til mikils blaðamannafundar í gær þar sem hann svaraði spurningum í heila klukkustund. Þótt hann hafi engu svarað um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta næsta kjörtímabil má líta á blaðamannafundinn sem fyrsta skref hans í þá áttina að gera sig gildandi í augum þjóðarinnar gegn vini sínum Vladimír Pútín. Hvorki Pútín né Medvedev hafa svarað því hvor þeirra ætli að bjóða sig fram í forsetakosningunum á næsta ári en þeir hafa þó sagt að þeir muni taka sameiginlega ákvörðun um það. Pútín var forseti Rússlands í rúmlega tvö kjörtímabil, frá 1999 til 2008, og naut mikilla vinsælda meðal Rússa en mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins í röð. Hann má hins vegar bjóða sig fram næst og hefur þá möguleika á að sitja í tólf ár samtals því kjörtímabilið hefur verið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev lagði áherslu á að þeir Pútín væru að mestu sammála um stefnuna í öllum helstu málaflokkum en dró samt fram áherslumun í nokkrum veigamiklum málum. Hann sagðist meðal annars ósammála Pútín um það hversu hratt ætti að nútímavæða Rússland. „Hann telur að nútímavæðingin sé hægfara ferli sem þróast stig af stigi,“ sagði Medvedev. „En ég tel að við höfum bæði tækifæri og alla burði til að fara hraðar í þá nútímavæðingu.“ Aðspurður sagði Medvedev einnig enga hættu stafa af olíujöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí, þótt hann væri látinn laus úr fangelsi. Hann vildi hins vegar engu svara um það hvort hann hefði í hyggju að náða hann. Lögfræðingur Khodorkovskís fagnaði þessari yfirlýsingu en sagði næsta skref vera að gefa upp hvenær hann yrði látinn laus. Mannréttindafrömuðir og stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa lengi barist fyrir því að Medvedev náði Khodorkovskí. Margir hafa talið réttarhöldin gegn Khodorkovskí ekkert annað en hefndarráðstöfun Pútíns, sem hafi látið fara svo mjög fyrir brjóstið á sér að Khodorkovskí hafi farið í harða samkeppni við rússneskan ríkisrekstur á olíufyrirtækjum. Erlendis hefur málið þótt hneisa fyrir rússnesk stjórnvöld. Pútín hefur kallað Khodorkovskí þjóf og segir hann eiga ekkert annað skilið en að dúsa sem lengst í fangelsi. Medvedev hefur því greinilega dálítið aðrar áherslur í afstöðu sinni til Khodorkovskís en Pútín. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira