Innlent

Mikilvægt að við drögum úr óvissunni

Árni páll Hálfur sigur er unninn, segir efnahags- og viðskiptaráðherra sem bíður eftir lánshæfismati Standard & Poor‘s.Fréttablaðið/Stefán
Árni páll Hálfur sigur er unninn, segir efnahags- og viðskiptaráðherra sem bíður eftir lánshæfismati Standard & Poor‘s.Fréttablaðið/Stefán
„Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins.

Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s.

Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið.

Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast.

Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir.

„Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jabAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.