Innlent

Vel heppnuð hátíð

Þessi litla stúlka hélt á afmælisblöðru Fréttablaðsins á hátíðarhöldunum í Perlunni.fréttablaðið/anton
Þessi litla stúlka hélt á afmælisblöðru Fréttablaðsins á hátíðarhöldunum í Perlunni.fréttablaðið/anton
Á milli átta og tíu þúsund gestir mættu í Perluna á laugardaginn í tilefni tíu ára afmælis Fréttablaðsins. Gestirnir gæddu sér á tíu metra langri súkkulaðitertu og kláruðust sneiðarnar, sem voru um 2.200 talsins, á 45 mínútum. Vöfflur voru einnig í boði og síðan var öllu skolað niður með um þrjú hundruð lítrum af kakói og eitt þúsund Svölum. Páskaeggjaleit var einnig haldin í Öskjuhlíðinni þar sem ýmsar ævintýrapersónur afhentu miða fyrir páskaeggjum. Leitin var afar fjölmenn en eggin sem voru í boði voru um 5.600 talsins. Súkkulaðismakk var einnig í boði Freyju.

Skemmtiatriðin í Perlunni voru heldur ekki af lakari kantinum. Páll Óskar hélt uppi góðri stemningu, rétt eins og Friðrik Dór, Pollapönk og meðlimir úr Eurovision-sveitinni Vinum Sjonna.

freyr@frettabladid.is

Mjallhvít leyndist í Öskjuhlíðinni og gaf þessum unga dreng miða fyrir páskaeggi.
Hreimur Örn Heimisson og nokkrir félagar í Vinum Sjonna héldu uppi góðri stemningu í Perlunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×