Blóðið "gölluð vara" eftir endaþarmsmök 14. apríl 2011 07:00 Úlfar Logason Átján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum úr Garðabæ segir suma hafa hætt við að gefa Blóðbankanum blóð vegna að honum sé það bannað. "Það er alls ekki það sem ég vil. Þvert á móti hvet ég alla til að gefa blóð og gera það í nafni samkynhneigðra þar til við sjálfir fáum réttinn til þess,“ segir Úlfar Logason. Fréttablaðið/Haraldur „Þetta eru ljót orð," segir lögfræðingur átján ára pilts um þá samlíkingu Landspítalans að blóð úr körlum sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum sé „gölluð vara". Úlfar Logason kærði í febrúar til velferðarráðherra ákvörðun Landspítalans (LSH) að neita honum um að gefa blóð. „Var það markmið umbjóðanda míns að sinna samfélagslegri skyldu sinni og láta gott af sér leiða," segir í kæru Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Úlfars. Hann vísar meðal annars til Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun. Bann við blóðgjöf samkynhneigðra sé ólögmætt. Þess sé krafist að velferðarráðherra afnemi bannið. Landspítalinn segir það vissulega geta verið sárt að fá höfnun þegar maður vilji láta gott af sér leiða. Spítalinn þurfi hins vegar að horfa til annarra og ríkari hagsmuna. Spítalinn hafnar því að bannið gildi um samkynhneigða. „Reglan útilokar ekki samkynhneigða heldur aðeins þá karlmenn, hvort sem þeir telja sig samkynhneigða, tvíkynhneigða eða gagnkynhneigða, sem stundað hafa samfarir við aðra karlmenn óháð kynhneigð," útskýrir Landspítalinn fyrir velferðarráðuneytinu. „Við endaþarmsmök geta litlir skurðir eða skrámur myndast inni í eða kring um endaþarm sem auðveldar smit sjúkdóma sem berast auðveldlega með blóði," bætir spítalinn við. „Með því að meina karlmönnum sem hafa haft samfarir við aðra karlmenn að gefa blóð er verið að koma í veg fyrir helsta áhættuþáttinn á alnæmisveirusmiti í vestrænum ríkjum," segir Landspítalinn enn fremur og undirstrikar að þótt blóð sé skimað fyrir sjúkdómum sé sú aðferð ekki 100 prósent örugg. Svokallað „gluggatímabil" þar sem mótefni séu ógreinanleg geti verið margir mánuðir. Þá bendir Landspítalinn á tíu ára gamlan dóm þar sem vísað er til vöruflokkunar innan Evrópusambandsins. Blóðþegar eigi rétt á að fá eins „örugga vöru" og mögulegt sé „en óörugg vara, líkt og blóðið í þessum úrskurði yrði að teljast gölluð". Lögmaður Úlfars segir margar rangfærslur í skýringum Landspítalans, bæði lagalegar og læknisfræðilegar. Aðalatriðið sé hvort bann við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna feli í sér mismunun. „Lágpunktur greinargerðar LSH er líklega sá að leggja blóðgjafir samkynhneigðra að jöfnu við gallaða vöru. Með þessari samlíkingu er samkynhneigðum sýnd fádæma lítilsvirðing. Í henni kristallast auk þess þeir fordómar og sú mannfyrirlitning sem umrædd regla byggir á." gar@frettabladid.is Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
„Þetta eru ljót orð," segir lögfræðingur átján ára pilts um þá samlíkingu Landspítalans að blóð úr körlum sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum sé „gölluð vara". Úlfar Logason kærði í febrúar til velferðarráðherra ákvörðun Landspítalans (LSH) að neita honum um að gefa blóð. „Var það markmið umbjóðanda míns að sinna samfélagslegri skyldu sinni og láta gott af sér leiða," segir í kæru Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Úlfars. Hann vísar meðal annars til Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun. Bann við blóðgjöf samkynhneigðra sé ólögmætt. Þess sé krafist að velferðarráðherra afnemi bannið. Landspítalinn segir það vissulega geta verið sárt að fá höfnun þegar maður vilji láta gott af sér leiða. Spítalinn þurfi hins vegar að horfa til annarra og ríkari hagsmuna. Spítalinn hafnar því að bannið gildi um samkynhneigða. „Reglan útilokar ekki samkynhneigða heldur aðeins þá karlmenn, hvort sem þeir telja sig samkynhneigða, tvíkynhneigða eða gagnkynhneigða, sem stundað hafa samfarir við aðra karlmenn óháð kynhneigð," útskýrir Landspítalinn fyrir velferðarráðuneytinu. „Við endaþarmsmök geta litlir skurðir eða skrámur myndast inni í eða kring um endaþarm sem auðveldar smit sjúkdóma sem berast auðveldlega með blóði," bætir spítalinn við. „Með því að meina karlmönnum sem hafa haft samfarir við aðra karlmenn að gefa blóð er verið að koma í veg fyrir helsta áhættuþáttinn á alnæmisveirusmiti í vestrænum ríkjum," segir Landspítalinn enn fremur og undirstrikar að þótt blóð sé skimað fyrir sjúkdómum sé sú aðferð ekki 100 prósent örugg. Svokallað „gluggatímabil" þar sem mótefni séu ógreinanleg geti verið margir mánuðir. Þá bendir Landspítalinn á tíu ára gamlan dóm þar sem vísað er til vöruflokkunar innan Evrópusambandsins. Blóðþegar eigi rétt á að fá eins „örugga vöru" og mögulegt sé „en óörugg vara, líkt og blóðið í þessum úrskurði yrði að teljast gölluð". Lögmaður Úlfars segir margar rangfærslur í skýringum Landspítalans, bæði lagalegar og læknisfræðilegar. Aðalatriðið sé hvort bann við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna feli í sér mismunun. „Lágpunktur greinargerðar LSH er líklega sá að leggja blóðgjafir samkynhneigðra að jöfnu við gallaða vöru. Með þessari samlíkingu er samkynhneigðum sýnd fádæma lítilsvirðing. Í henni kristallast auk þess þeir fordómar og sú mannfyrirlitning sem umrædd regla byggir á." gar@frettabladid.is
Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira