Jóhanna sló á sáttahönd atvinnulífsins 8. apríl 2011 06:30 Jóhanna var afdráttarlaus í sinni ræðu og hafnar sáttatillögu SA í sjávarútvegsmálum. Mynd/GVA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sló sáttatillögu Samtaka atvinnulífsins um lausn í sjávarútvegsmálum út af borðinu með afgerandi hætti á aðalfundi samtakanna í gær. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, lýsti furðu sinni á afstöðu ráðherra en samtökin hafa sett niðurstöðu í sjávarútvegsmálum sem skilyrði fyrir gerð kjarasamninga. Jóhanna sagði í ávarpi sínu að krafa SA um að stjórnvöld leystu áratuga langan ágreining um sjávarútvegsmál óbilgjarnar og sagði grundvallaratriði að „festa ekki í sessi forgang núverandi kvótahafa í lokuðu kerfi næstu áratugina og koma í veg fyrir að þeir geti fénýtt sér þessa sameign landsmanna sem fiskimiðin eru“. Hún sagði að útspil SA í málinu, sáttatillöguna, staðfesta að „himinn og haf“ séu á milli stjórnvalda og LÍÚ. „Því verður vart trúað að samstaða sé um það milli allra aðildarfélaga SA að setja það sem skilyrði og hótun fyrir því að kjarasamningar náist að þetta áratuga deilumál verði leyst meira og minna á forsendum LÍÚ, annars gangi menn frá borði,“ bætti Jóhanna við. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, brást illa við ræðu Jóhönnu í viðtali við Fréttablaðið og sagði samtökin ekki hvika frá þeirri kröfu að sjávarútvegsmálin yrðu leyst áður en skrifað væri undir kjarasamningana. Vilmundur viðurkenndi að ræða Jóhönnu væri köld kveðja inn í yfirstandandi kjaraviðræður og henni fylgdi mikil óvissa og sagðist efast um að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, valdi málinu. „Ég segi það í því ljósi að hann hefur verið með málið í fanginu frá því í september 2010 og ekkert hefur gerst. Við höfum ekki fengið að sjá frumvarpið eða beina aðkomu að málinu, sem er einfaldlega fáránlegt,“ segir Vilmundur. svavar@frettabladid.is Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sló sáttatillögu Samtaka atvinnulífsins um lausn í sjávarútvegsmálum út af borðinu með afgerandi hætti á aðalfundi samtakanna í gær. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, lýsti furðu sinni á afstöðu ráðherra en samtökin hafa sett niðurstöðu í sjávarútvegsmálum sem skilyrði fyrir gerð kjarasamninga. Jóhanna sagði í ávarpi sínu að krafa SA um að stjórnvöld leystu áratuga langan ágreining um sjávarútvegsmál óbilgjarnar og sagði grundvallaratriði að „festa ekki í sessi forgang núverandi kvótahafa í lokuðu kerfi næstu áratugina og koma í veg fyrir að þeir geti fénýtt sér þessa sameign landsmanna sem fiskimiðin eru“. Hún sagði að útspil SA í málinu, sáttatillöguna, staðfesta að „himinn og haf“ séu á milli stjórnvalda og LÍÚ. „Því verður vart trúað að samstaða sé um það milli allra aðildarfélaga SA að setja það sem skilyrði og hótun fyrir því að kjarasamningar náist að þetta áratuga deilumál verði leyst meira og minna á forsendum LÍÚ, annars gangi menn frá borði,“ bætti Jóhanna við. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, brást illa við ræðu Jóhönnu í viðtali við Fréttablaðið og sagði samtökin ekki hvika frá þeirri kröfu að sjávarútvegsmálin yrðu leyst áður en skrifað væri undir kjarasamningana. Vilmundur viðurkenndi að ræða Jóhönnu væri köld kveðja inn í yfirstandandi kjaraviðræður og henni fylgdi mikil óvissa og sagðist efast um að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, valdi málinu. „Ég segi það í því ljósi að hann hefur verið með málið í fanginu frá því í september 2010 og ekkert hefur gerst. Við höfum ekki fengið að sjá frumvarpið eða beina aðkomu að málinu, sem er einfaldlega fáránlegt,“ segir Vilmundur. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent