Priyanka sækir um ríkisfang hér á landi 2. apríl 2011 06:00 Að öðru óbreyttu verður Priyönku gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Hennar gæti beðið erfitt líf í Nepal.Fréttablaðið/vilhelm sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira