Priyanka sækir um ríkisfang hér á landi 2. apríl 2011 06:00 Að öðru óbreyttu verður Priyönku gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Hennar gæti beðið erfitt líf í Nepal.Fréttablaðið/vilhelm sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent