Innlent

Herjólfur sigldi í nótt

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór aukaferð í Landeyjahöfn klukkan hálf þrjú í nótt og er talið að nær allir, sem biðu þess að komast í land, hafi komist með skipinu, þar sem nokkur bílastæði voru laus á bílaþilfari. Tvær ferðir voru felldar niður í gærdag vegna mikillar ölduhæðar úti fyrir Landeyjahöfn og kvöldferð var frestað nokkuð af sömu ástæðu, en útlit er fyrir að skipið geti siglt samkvæmt áætlun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×