Innlent

1200 milljóna sparnaður vegna breytinga á fæðingarorlofi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tólfhunduð milljóna króna sparnaður verður í ár vegna breytinga á fæðingarorlofi.
Tólfhunduð milljóna króna sparnaður verður í ár vegna breytinga á fæðingarorlofi.
Gert er ráð fyrir að framlög ríkisins í Fæðingarorlofssjóð vegna fæðingarorlofs foreldra á vinnumarkaði verði rúmum 1200 milljónum króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum fyrir árið.

Í frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var á Alþingi í gær kemur fram að útgjöld sjóðsins hafa lækkað umtalsvert í kjölfar breytinga sem gerðar voru á hámarksgreiðslum úr sjóðnum í fyrra og hitteðfyrra. Fæðingum hefur fækkað og dregið hefur úr töku foreldra, einkum feðra, á fæðingarorlofi síðastliðin tvö ár.

Þá er gert ráð fyrir að greiðslur ríkissjóðs vegna barnabóta verði 1200 milljónum minni en áður var áætlað. Meginástæða þessa er að tekjutengingu bótanna var breytt frá því í fyrra og hefur komið í ljós að skekkja var í breyttum forsendum útreikninga á kostnaði við bótakerfið þannig að hann var ofmetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×