Innlent

Bænastund vegna umferðarslyssins

Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju klukkan í átta í kvöld vegna umferðarslyssins sem varð á Fagradal snemma í morgun. Stúlka á átjánda aldursári lést í slysinu og önnur flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll stúlknanna rakst á vörubifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á heilsugæslu á Egilsstöðum minna slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×