Erlent

Jova nú flokkaður sem hitabeltisstormur

Búist er við áframhaldandi rigningu í vesturhluta Mexíkó.
Búist er við áframhaldandi rigningu í vesturhluta Mexíkó. mynd/AFP
Fellibylurinn Jova er nú flokkaður sem hitabeltisstormur eftir að hann fór yfir vesturhluta Mexíkó í dag.

Þrátt fyrir að Jova sé ekki lengur flokkaður sem fellibylur hafa yfirvöld í Mexíkó sagt íbúum að vera á varðbergi. Búist er við miklum flóðum í kjölfar stormsins. Einnig er mikil hætta á aurskriðum og skyndiflóðum. Öllum skólum hefur verið lokað á svæðinu og hefur hundruðum neyðarskýla verið komið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×