Lífið

Þú & ég með jólalag

nýtt jólalag Fyrsta jólalag Þú & ég í 31 ár, Ljós út um allt, er komið út.
nýtt jólalag Fyrsta jólalag Þú & ég í 31 ár, Ljós út um allt, er komið út.
Dúettinn Þú & ég, sem þau Helga Möller og Jóhann Helgason skipa, hefur gefið út nýtt jólalag sem nefnist Ljós út um allt. Lagið er eftir Gunnar Þórðarson og textinn eftir Þorstein Eggertsson. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1980 sem Þú & ég gefur út jólalag, en þá kom út Í hátíðarskapi sem hefur notið mikilla vinsælda. Lagið verður spilað á árlegum jólatónleikum Helgu Möller í Laugarneskirkju sem verða haldnir 8. og 15. desember. Þar koma fram góðir gestir, þau Ragnar Bjarnason, Gunnar Þórðarson, Ómar Ragnarsson, Elísabet Ormslev og Þú & ég. Magnús Kjartansson, Björn Thoroddsen, Einar Valur Scheving og Jón Rafnsson sjá um undirleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.