Innlent

Hægt að skila iPod Nano til Epli.is - fyrirspurnum rignir inn

Apple ráðleggur öllum að hætta notkun á iPod nano sem voru framleiddir og seldir á tímabilinu september 2005 til desember 2006 samkvæmt tilkynningu frá Epli.is Fyrirspurnum vegna gallans hefur rignt inn frá því Vísir greindi frá málinu í gær.

Í ljós hefur komið að rafhlöður í iPod nano fyrstu kynslóð geta ofhitnað og orsakað hættu. Í fyrstu fréttum kom fram að allir spilarar af fyrstu kynslóð, framleiddir frá árinu 2005 væru gallaðir. Það er ekki rétt, gallinn á aðeins við þá spilara sem voru framleiddir á ofangreindu tímabili.

Fyrirtækið hvetur eigendur spilara af þessari gerð, og voru framleiddir á tilteknum tíma, til þess að setja sig í samband við þjónustuaðila Epli.is á Íslandi til að fá úr því skorið hvort spilarinn falli undir ofangreint.

Spilarinn verður þá sendur til Apple, sem að lokinni athugun, sendir annan spilara til skiptana. Allt að 6 vikur geta liðið þar til annar spilari berst frá Apple samkvæmt Epli.is.

Þess má geta að engu skiptir hvar spilarinn var keyptur í heiminum, svo lengi sem hann fellur undir fyrrgreind skilyrði.


Tengdar fréttir

Upprunalegi iPod Nano innkallaður

Tölvurisinn Apple hefur innkallað upprunalega útgáfu iPod Nano. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að eldhætti stafi af rafhlöðu spilarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×