Lífið

Fékk skurð á höfuðið

Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger meiddist á höfði við tökur á The Last Stand.
Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger meiddist á höfði við tökur á The Last Stand.
Arnold Schwarzenegger þurfti að fá aðhlynningu lækna eftir að hann meiddist á höfði við tökur á myndinni The Last Stand. Leikarinn skellti inn ljósmynd á Twitter-síðu sína þar sem skurður á enni hans sást. „Varð fyrir smá hnjaski á tökustað í dag. Þökk sé læknaliðinu þá var ég mættur aftur í tökur klukkutíma síðar,“ skrifaði hann.

Myndin er nútímavestri og fjallar um lögreglustjóra sem reynir að stöðva eiturlyfjabarón. Tökur hafa farið fram í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó og hefur Schwarzenegger verið duglegur að láta aðdáendur sína vita af gangi mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.