Erlent

Bikiníbombur slógu heimsmet

Mynd/AFP
Fáklæddar konur slógu heimsmet á gullnu ströndinni í Ástralíu í gær. Þar komu 357 konur saman og gengu í skrúðgöngu íklæddar bikiníum. Konurnar gengu tæpa tvo kílómetra eftir ströndinni og komast þær fyrir vikið í heimsmetabók Guinness en aldrei áður hafa fleiri bikiníbombur komið saman í skrúðgöngu. Fyrra metið var sett á Cayman eyjum í júní á síðasta ári en þá voru þáttakendur 331.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×