Innlent

Endurreisnin á forsendum kröfuhafa en ekki fólksins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Mósesdóttir segir að ríkisstjórnin hafi svikið öll sín kosningaloforð.
Lilja Mósesdóttir segir að ríkisstjórnin hafi svikið öll sín kosningaloforð.
Lilja Mósesdóttir, óháður þingmaður, segir að „hin svokallaða norræna velferðarstjórn“ hreykti sér af dugnaði við „hreingerningar eftir efnahagshrunið“. Þetta sagði hún í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hún sagði að stjórnin hreykti sér meðal annars af því að hafa afstýrt greiðsluþroti ríkissjóðs. „Slíkar fullyrðngar sýna að lítið hefur breyst eftir hrun. Gagnrýni á stefnu stjórnvalda er svarað með upphrópunum og útúrsnúning,“ sagði Lilja.

Hún sagði að byrðum fjármálakreppunnar hefði verið komið á herðar þeirra sem veikastir voru fyrir. Þúsundir væru atvinnulausar og aðrar þúsundir eignalausar eftir verðtrygginguna og skuldaúrlausnir sem gengu ekki upp. Bankakerfið hefði verið endurreist á forsendum kröfuhafa en ekki fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi aukið á misskiptingu í samfélaginu og dregið úr efnahagslegri velferð.

Lilja sagði að ríkisstjórnin væri rúin trausti almennings og ekkert ætti að gera til að breyta því. „Það er kominn tími á uppstokkun,“ sagði Lilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×