Erlent

Fituskattur tekur gildi

Svokallaður „fituskattur“ tók gildi í Danmörku á laugardaginn.
Svokallaður „fituskattur“ tók gildi í Danmörku á laugardaginn.
Svokallaður fituskattur tók gildi í Danmörku á laugardaginn. Hann er lagður á matvæli á borð við smjör og olíu með það fyrir augum að draga úr neyslu á óhollum mat.

Samkvæmt þessum nýju lögum leggjast sextán danskar krónur, sem jafngilda 330 íslenskum krónum, á hvert kíló af fitu í matvælum og verða hamborgarar og smjörpakkar á meðal þess sem hækkar í verði. Lögin voru samþykkt með miklum meirihluta á danska þinginu í mars í von um að auka lífslíkur Dana.

Skattur hefur verið lagður á sætindi og gosdrykki um hríð í Danmörku og nokkrum öðrum Evrópuríkjum. Danir eru hins vegar fyrstir til að skattleggja fituríkan mat sérstaklega. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×