Sendiherra Bandaríkjanna barðist fyrir að fá risalán til Íslands Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 13:02 Carol Van Voorst taldi það þjóna hagsmunum Bandaríkjanna að lána Íslandi milljarð. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol Van Voorst, sendi langan póst til Bandaríkjanna þar sem hún rökstuddi í fimm liðum afhverju bandarísk yfirvöld ættu að lána Íslandi milljarðinn, sem þáverandi seðlabankastjóri seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, óskaði eftir. Þetta er meðal skjala sem finna má í gögnum Wikileaks. Fyrir utan þau rök að Ísland er ákaflega vel staðsett varnarlega séð, þá sagði hún Ísland gríðarlega mikilvægt í framtíðinni varðandi kapphlaup um orkulindir og siglingaleiðir þegar norðurskautið bráðnar. Rússar hafa meðal annars sóst fast eftir því að festa eign sinni á svæðið í ljósi þess að þar er finna mikið af gasi og olíu. Þá hafa Kínverjar einnig sýnt svæðinu mikla athygli. Van Voorst óttast að ef Bandaríkjamenn komi Íslendingum ekki til aðstoðar þá muni þeir um leið glata hollustu þeirra sem hún segir bandarísk yfirvöld hafa eytt gríðarlegum fjármunum og tíma í að byggja upp. Þá telur Van Voorst að Ísland verði hornsteinn áætlunar Bandaríkjamanna um að nýta sér endurnýjanlega orkugjafa. Hún segir sérfræðiþekkingu Íslendinga gríðarlega mikilvæga fyrir Bandaríkin. En efnahagshrunið geti stórskaðað þessi áform að hennar mati. Lokarök Van Voorst er einföld; Íslendingar eru stoltir af því að þeir hafa ávallt borgað skuldir sínar til baka. Því sé það frekar í hag Bandaríkjanna að lána Íslandi heldur en ekki. Og það er ljóst af skrifum Van Voorst að henni þykir vænt um land og þjóð. Þannig skrifaði hún að það sé þess virði að veðja á Íslendinga, sem séu hugmyndaríkir, vel menntaðir og siðfágað fólk að hennar mati. Hún skrifar að lokum að ef Bandaríkin veðja á Ísland þá muni það borga sig margfalt til baka þegar kapphlaupið um norðurskautið hefst. Þá muni Íslendingar minnast Bandaríkjamanna með hlýhug. Þess má geta að seðlabanki New York ríkis hafnaði beiðni Davíðs um lán upp á einn milljarð dollara. Skjal Van Voorst má lesa hér í heild. Tengdar fréttir Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson bað um milljarðs dollara lán Samkvæmt þeim skjölum sem Wikileaks hefur nýlega birt bað Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Bandaríkjamenn um að lána Íslandi einn milljarð dollara árið 2008. Sendiráð Bandaríkjanna hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að verða við beiðninni. 15. janúar 2011 10:29 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol Van Voorst, sendi langan póst til Bandaríkjanna þar sem hún rökstuddi í fimm liðum afhverju bandarísk yfirvöld ættu að lána Íslandi milljarðinn, sem þáverandi seðlabankastjóri seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, óskaði eftir. Þetta er meðal skjala sem finna má í gögnum Wikileaks. Fyrir utan þau rök að Ísland er ákaflega vel staðsett varnarlega séð, þá sagði hún Ísland gríðarlega mikilvægt í framtíðinni varðandi kapphlaup um orkulindir og siglingaleiðir þegar norðurskautið bráðnar. Rússar hafa meðal annars sóst fast eftir því að festa eign sinni á svæðið í ljósi þess að þar er finna mikið af gasi og olíu. Þá hafa Kínverjar einnig sýnt svæðinu mikla athygli. Van Voorst óttast að ef Bandaríkjamenn komi Íslendingum ekki til aðstoðar þá muni þeir um leið glata hollustu þeirra sem hún segir bandarísk yfirvöld hafa eytt gríðarlegum fjármunum og tíma í að byggja upp. Þá telur Van Voorst að Ísland verði hornsteinn áætlunar Bandaríkjamanna um að nýta sér endurnýjanlega orkugjafa. Hún segir sérfræðiþekkingu Íslendinga gríðarlega mikilvæga fyrir Bandaríkin. En efnahagshrunið geti stórskaðað þessi áform að hennar mati. Lokarök Van Voorst er einföld; Íslendingar eru stoltir af því að þeir hafa ávallt borgað skuldir sínar til baka. Því sé það frekar í hag Bandaríkjanna að lána Íslandi heldur en ekki. Og það er ljóst af skrifum Van Voorst að henni þykir vænt um land og þjóð. Þannig skrifaði hún að það sé þess virði að veðja á Íslendinga, sem séu hugmyndaríkir, vel menntaðir og siðfágað fólk að hennar mati. Hún skrifar að lokum að ef Bandaríkin veðja á Ísland þá muni það borga sig margfalt til baka þegar kapphlaupið um norðurskautið hefst. Þá muni Íslendingar minnast Bandaríkjamanna með hlýhug. Þess má geta að seðlabanki New York ríkis hafnaði beiðni Davíðs um lán upp á einn milljarð dollara. Skjal Van Voorst má lesa hér í heild.
Tengdar fréttir Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson bað um milljarðs dollara lán Samkvæmt þeim skjölum sem Wikileaks hefur nýlega birt bað Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Bandaríkjamenn um að lána Íslandi einn milljarð dollara árið 2008. Sendiráð Bandaríkjanna hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að verða við beiðninni. 15. janúar 2011 10:29 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. 15. janúar 2011 11:08
Davíð Oddsson bað um milljarðs dollara lán Samkvæmt þeim skjölum sem Wikileaks hefur nýlega birt bað Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Bandaríkjamenn um að lána Íslandi einn milljarð dollara árið 2008. Sendiráð Bandaríkjanna hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að verða við beiðninni. 15. janúar 2011 10:29