Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson þegar hann var seðlabankastjóri. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira