Erlent

Sómalskir sjóræningjar í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum

Tveir menn frá Sómalíu hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir hlutdeild sína í sjóráni undan ströndum Afríku í febrúar á þessu ári. Mennirnir voru hluti af hópi sjóræningja sem réðst um borð í skútu og myrti alla áhafnarmeðlimina fjóra, sem allir voru bandarískir. Bandarískir sjóliðar stöðvuðu síðan skútuna og handtóku hluta ræningjanna. Búist er við að fleiri verði dæmdir á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×