Forseti virði stjórnarstefnu 4. október 2011 10:10 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir undanlátssemi í Icesave-málinu. Forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist ræða þau ummæli við forsetann. Sá fundur hefur farið fram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisráð fundaði í gær en gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina bar ekki þar á góma. Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni að stjórnarskráin legði forsetanum ákveðnar stjórnarathafnir í hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar bæru jafnframt ábyrgð á þeim. Óumdeilanlegt væri að forsetinn hefði frelsi til að tjá sig opinberlega. Hann yrði þó að virða í orði og verki stefnu réttkjörinna stjórnvalda. „Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að forseti lýðveldisins gæti gert betur í sínum athöfnum. Það sagði hann reyndar líka um þingheim allan og fleiri aðila í samfélaginu, þar með talda fjölmiðla. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi forsetann einnig í gær. Hún sagði honum ætlað að flytja boðskap sameiningar og samstöðu en það hefði brugðist við þingsetningu á laugardag. „Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti, þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á þessum vettvangi, heldur sátum við sem þægur skólabekkur undir ræðunni." Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gagnrýnt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir undanlátssemi í Icesave-málinu. Forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hún hygðist ræða þau ummæli við forsetann. Sá fundur hefur farið fram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisráð fundaði í gær en gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina bar ekki þar á góma. Jóhanna sagði í stefnuræðu sinni að stjórnarskráin legði forsetanum ákveðnar stjórnarathafnir í hendur, í orði kveðnu, en ráðherrar bæru jafnframt ábyrgð á þeim. Óumdeilanlegt væri að forsetinn hefði frelsi til að tjá sig opinberlega. Hann yrði þó að virða í orði og verki stefnu réttkjörinna stjórnvalda. „Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni að forseti lýðveldisins gæti gert betur í sínum athöfnum. Það sagði hann reyndar líka um þingheim allan og fleiri aðila í samfélaginu, þar með talda fjölmiðla. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi forsetann einnig í gær. Hún sagði honum ætlað að flytja boðskap sameiningar og samstöðu en það hefði brugðist við þingsetningu á laugardag. „Forsetinn tók til máls sem stjórnmálamaður en ekki forseti, þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á þessum vettvangi, heldur sátum við sem þægur skólabekkur undir ræðunni."
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira