Unglingalandsmót á Egilsstöðum: Snjómokstur á dagskránni Erla Hlynsdóttir skrifar 24. maí 2011 13:15 Snjór liggur enn yfir öllu á Egilsstöðum eins og þessi mynd Sigurðar Ingólfssonar sýnir, sem tekin var í morgun Vegna snjóþyngsla hefur verið sett saman ný dagskrá Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum í sumar. Samkvæmt henni verður keppt í skíðagöngu og skautadansi í stað hefðbundnari keppnisgreina á borð við knattspyrnu og sund. Þá er gert ráð fyrir að keppendur hjálpist að við að moka snjó af helstu götum bæjarins og fái, að móti loknu, fylgd björgunarsveitarmanna í snjóstorminum. „Já, ég sendi þessa nýju dagskrá í gríni til verkefnisstjórans okkar á Egilsstöðum eftir að ég horfði á veðurspána í gær," segir Ómar Bragi, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins.Illfært er víðast hvar á Egilsstöðum þó veðrið sé mun betra en í gærMynd Sigurður IngólfssonSem kunnugt er hefur snjónum bókstaflega kyngt niður á Austurlandi síðustu daga og fátt sem bendir til þess að júnímánuður nálgist óðfluga. Austfirðingar virðast hafa tekið gríni Ómars Braga heldur vel því „endurbætt" dagskrá var í morgun birt á vef Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, auk þess sem fréttavefurinn Austurglugginn gerir dagskránni skil. Ómar Bragi segist þó ekki hafa reiknað með því að grínið myndi ná alveg jafn mikilli útbreiðslu og raun ber vitni. Hann vonast til að veðurblíðan sæki Austurland heim áður en langt um líður. „Ég var þarna bara um daginn í sól og blíðu," segir Ómar Bragi, og því greinilegt að skjótt skipast veður í lofti. Snjórinn er að minnka þó enn sé illfært um suma hluta Egilsstaða. Ófært er yfir á Seyðisfjörð en tiltölulega hlýtt og heimamenn telja hið raunverulega sumar á næsta leiti.Margir þurfti að moka út bílana sína í morgunMynd Sigurður IngólfssonUnglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum dagana 29. til 31. júlí, og því enn nokkur tími til stefnu. Raunveruleg dagskrá liggur ekki endanlega fyrir en á vefsíðu mótsins má fá allar helstu upplýsingar. Ef snjóstormur geisar í lok júlí má hins vegar alltaf styðjast við bráðabirgðadagskrána:Mótsstjórn fyrirhugaðs Unglingalandsmóts á Egilsstöðum hittist á neyðarfundi í gær þar sem samin var ný dagskrá mótsins vegna breyttra aðstæðna á mótsstað. Fundurinn fór fram í gegnum síma enda ómögulegt að komast til eða frá Egilsstöðum til fundahalda.Dagskrá 14. Unglingalandsmóts UMFÍ er því svohljóðandi:Föstudagur:08:00 Tekið á móti gestum við bæjarmörkin og þeim ekið á snjóbílum að Grunn- og menntaskólunum þar sem gisting er í boði.09:00 Keppni hefst í 10 km. skíðagöngu.10:00 Bobsleðakeppni.10:30 Fjörkálfaklúbbur: Snjókast við pabba og mömmu.11:00 Ístölt á Lagarfljóti.12:00 Keppendum boðið upp á heita súpu.13:00 Allir keppendur hjálpast að við að moka snjó af helstu götum bæjarins15:00 Boðið upp á heitt kakó.16:00 Keppni í vélsleðaakstri.17:00 Keppni í skautadansi í Tjarnargarðinum.19:00 Keppendum boðið upp á heita máltíð.20:00 Setningarathöfn í Valaskjálf.22:00 Björgunarsveitarmenn fylgja keppendum heim í snjóstorminum.Hittumst á Egilsstöðum! Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Vegna snjóþyngsla hefur verið sett saman ný dagskrá Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum í sumar. Samkvæmt henni verður keppt í skíðagöngu og skautadansi í stað hefðbundnari keppnisgreina á borð við knattspyrnu og sund. Þá er gert ráð fyrir að keppendur hjálpist að við að moka snjó af helstu götum bæjarins og fái, að móti loknu, fylgd björgunarsveitarmanna í snjóstorminum. „Já, ég sendi þessa nýju dagskrá í gríni til verkefnisstjórans okkar á Egilsstöðum eftir að ég horfði á veðurspána í gær," segir Ómar Bragi, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins.Illfært er víðast hvar á Egilsstöðum þó veðrið sé mun betra en í gærMynd Sigurður IngólfssonSem kunnugt er hefur snjónum bókstaflega kyngt niður á Austurlandi síðustu daga og fátt sem bendir til þess að júnímánuður nálgist óðfluga. Austfirðingar virðast hafa tekið gríni Ómars Braga heldur vel því „endurbætt" dagskrá var í morgun birt á vef Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, auk þess sem fréttavefurinn Austurglugginn gerir dagskránni skil. Ómar Bragi segist þó ekki hafa reiknað með því að grínið myndi ná alveg jafn mikilli útbreiðslu og raun ber vitni. Hann vonast til að veðurblíðan sæki Austurland heim áður en langt um líður. „Ég var þarna bara um daginn í sól og blíðu," segir Ómar Bragi, og því greinilegt að skjótt skipast veður í lofti. Snjórinn er að minnka þó enn sé illfært um suma hluta Egilsstaða. Ófært er yfir á Seyðisfjörð en tiltölulega hlýtt og heimamenn telja hið raunverulega sumar á næsta leiti.Margir þurfti að moka út bílana sína í morgunMynd Sigurður IngólfssonUnglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum dagana 29. til 31. júlí, og því enn nokkur tími til stefnu. Raunveruleg dagskrá liggur ekki endanlega fyrir en á vefsíðu mótsins má fá allar helstu upplýsingar. Ef snjóstormur geisar í lok júlí má hins vegar alltaf styðjast við bráðabirgðadagskrána:Mótsstjórn fyrirhugaðs Unglingalandsmóts á Egilsstöðum hittist á neyðarfundi í gær þar sem samin var ný dagskrá mótsins vegna breyttra aðstæðna á mótsstað. Fundurinn fór fram í gegnum síma enda ómögulegt að komast til eða frá Egilsstöðum til fundahalda.Dagskrá 14. Unglingalandsmóts UMFÍ er því svohljóðandi:Föstudagur:08:00 Tekið á móti gestum við bæjarmörkin og þeim ekið á snjóbílum að Grunn- og menntaskólunum þar sem gisting er í boði.09:00 Keppni hefst í 10 km. skíðagöngu.10:00 Bobsleðakeppni.10:30 Fjörkálfaklúbbur: Snjókast við pabba og mömmu.11:00 Ístölt á Lagarfljóti.12:00 Keppendum boðið upp á heita súpu.13:00 Allir keppendur hjálpast að við að moka snjó af helstu götum bæjarins15:00 Boðið upp á heitt kakó.16:00 Keppni í vélsleðaakstri.17:00 Keppni í skautadansi í Tjarnargarðinum.19:00 Keppendum boðið upp á heita máltíð.20:00 Setningarathöfn í Valaskjálf.22:00 Björgunarsveitarmenn fylgja keppendum heim í snjóstorminum.Hittumst á Egilsstöðum!
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira