Sport

Nóg af bolta yfir hátíðarnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikstjórnandinn trúaði hjá Denver Broncos, Tim Tebow, spilar með liði sínu gegn Buffalo klukkan 18.00 í kvöld.
Leikstjórnandinn trúaði hjá Denver Broncos, Tim Tebow, spilar með liði sínu gegn Buffalo klukkan 18.00 í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni á mánudag, öðrum degi jóla, en einnig verður spilað í NBA- og NFL-deildunum yfir hátíðarnar, sem og í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Í Englandi verða toppliðin frá Manchester, City og United, bæði í eldlínunni sem og Liverpool og Chelsea. Umferðinni lýkur svo á þriðjudag með þremur leikjum.

Það er þó aðeins upphitun fyrir það sem er í vændum um áramótin því frá föstudeginum 30. desember til miðvikudagsins 4. janúar fara fram 20 leikir.

Svo verður spilað á fullu yfir jólin í NFL-deildinni, bæði á aðfangadagskvöld, jóladag og öðrum degi jóla. Svo fer NBA-deildin aftur af stað á ný með þremur leikjum á jóladag.

Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá leik Füchse Berlin og Melsungen á öðrum degi jóla en fjölmargir leikir fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á mánudag og þriðjudag.

Íþróttir í sjónvarpinu um jólin

Aðfangadagur:

18.00 NFL: 10 leikir**

21.15 NFL: 3 leikir**

Jóladagur:

17.00 NBA: NY Knicks - Boston

19.30 NBA: Dallas - Miami*

22.00 NBA: LA Lakers - Chicago

01.20 NFL: Green Bay - Chicago**

03.30 NBA: GS Warriors - LA Clippers***

Annar dagur jóla:

13.00 Enski: Chelsea - Fulham*

15.00 Enski: Sex leikir*

19.15 Þýski: Füchse Berlin - Melsungen*

19.45 Enski: Stoke - Aston Villa*

01.00 NBA: Oklahoma - Minnesota***

01.30 NFL: New Orleans - Atlanta**

* Stöð 2 Sport eða Stöð 2 Sport 2

** ESPN America *** NBA TV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×