Innlent

Ísland á meðal fimm athyglisverðustu brimbrettasvæða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísland er komið á kortið yfir fimm athyglisverðustu brimbrettasvæði í heiminum. Hausin þykja á meðal bestu tíma ársins fyrir brimbrettaiðkunn enda hafa öldurnar stækkað á undanförnum árum og sjórinn hlýnað.

Í Financial Times eru nefndir til sögunnar fimm athyglisverðustu brimbrettastaðirnir í heiminum. Auk Íslands eru þar nefnd Kína, Vestur-Irland, Grænhöfðaeyjar og Fillipseyjar.

Um Ísland segir að miklar þróanir í gerð blautbúninga þýði að jafnvel lönd á borð við Ísland sé mikið aðdráttarafl fyrir brimbrettafólk. Reykjanes er þar sérstaklega nefnt til sögunnar, Sandgerði og Þorlákshöfn. Einnig Siglufjörður og Húsavík.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.