Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson þegar hann var seðlabankastjóri. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira