Ítalir styðja aðildarumsókn Íslands að ESB 8. september 2011 14:14 Össur ásamt Frattini mynd/ítalska utanríkisráðuneytið Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið og lýsti Frattini eindregnum vilja Ítala til að viðræðurnar gengju sem greiðast. Hann hvatti Íslendinga til að knýja á dyr Ítala ef flækjur kæmu upp í samningunum, og kvaðst hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahagslífi Íslendinga. Utanríkisráðherran árréttaði sérstaklega hversu langt Íslendingar væru nú þegar komnir í samstarfi við Evrópuríki gegnum EES samninginn, segir í tilkynningunni. „Frattini ræddi stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir sem gripið hefur verið til meðal annars á Ítalíu þar sem ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um aðgerðir til að ná niður fjárlagahalla á næstu tveimur árum. Kvaðst hann þess fullviss að evran kæmi sterkari út úr þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til á evrusvæðinu. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Líbíu að loknum sigri uppreisnarmanna og voru sammála um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið tæki virkan þátt í að tryggja framgang lýðræðis í landinu og styddi við efnahagslega uppbyggingu. Málefni norðurslóða voru rædd sérstaklega og hrósaði Frattini frumkvæði Íslendinga á því sviði. Hann þakkaði sérstaklega eindreginn stuðning Íslands við áheyrnaraðild Ítala að norðurskautsráðinu. Frattini utanríkisráðherra hefur ítrekað lýst miklum áhuga á norðurslóðum út frá vísindastarfi Ítala á heimskautasvæðunum. Ítalir hafa boðið Íslendingum til samstarfs um rannsóknir á eldfjöllum og eldfjallaösku í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, en Ítalía og Ísland eru einu lönd Evrópu þar sem virk eldjföll láta reglulega að sér kveða. Ræddu ráðherrarnir tillögur um að dýpka þetta samstarf, meðal annars með hugsanlegri aðkomu Evrópusambandsins.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið og lýsti Frattini eindregnum vilja Ítala til að viðræðurnar gengju sem greiðast. Hann hvatti Íslendinga til að knýja á dyr Ítala ef flækjur kæmu upp í samningunum, og kvaðst hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahagslífi Íslendinga. Utanríkisráðherran árréttaði sérstaklega hversu langt Íslendingar væru nú þegar komnir í samstarfi við Evrópuríki gegnum EES samninginn, segir í tilkynningunni. „Frattini ræddi stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir sem gripið hefur verið til meðal annars á Ítalíu þar sem ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um aðgerðir til að ná niður fjárlagahalla á næstu tveimur árum. Kvaðst hann þess fullviss að evran kæmi sterkari út úr þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til á evrusvæðinu. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Líbíu að loknum sigri uppreisnarmanna og voru sammála um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið tæki virkan þátt í að tryggja framgang lýðræðis í landinu og styddi við efnahagslega uppbyggingu. Málefni norðurslóða voru rædd sérstaklega og hrósaði Frattini frumkvæði Íslendinga á því sviði. Hann þakkaði sérstaklega eindreginn stuðning Íslands við áheyrnaraðild Ítala að norðurskautsráðinu. Frattini utanríkisráðherra hefur ítrekað lýst miklum áhuga á norðurslóðum út frá vísindastarfi Ítala á heimskautasvæðunum. Ítalir hafa boðið Íslendingum til samstarfs um rannsóknir á eldfjöllum og eldfjallaösku í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, en Ítalía og Ísland eru einu lönd Evrópu þar sem virk eldjföll láta reglulega að sér kveða. Ræddu ráðherrarnir tillögur um að dýpka þetta samstarf, meðal annars með hugsanlegri aðkomu Evrópusambandsins.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira