CCP vinnur með frægum hönnuði 8. september 2011 03:00 Tölvuteiknuð fígúra í líki fyrirsætunnar Rick Genest. Mynd/CCP Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira