Þingmenn hvetja stjórnvöld til samninga við Nubo 8. september 2011 05:00 Magnús Orri Shcram hvatti ráðherra til að funda með kínverska fjárfestinum Nubo og liðka fyrir kaupum á Grímsstöðum. Annar samfylkingarmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, tók undir og sagði kaupin auka fjölbreytni atvinnulífsins. fréttablaðið/stefán ragnheiður elín Árnadóttir Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og hvatti til þess að fundað yrði með Nubo. Hann vildi leysa málið með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga, sem og landsvæðisins sem hann sagði teljast kalt í atvinnulegu tilliti. Hann spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hvort hún væri ekki sama sinnis. Þorgerður játti því og taldi farsælast að leita lausna á málinu. „Allar þjóðir eiga að vita að landið sé opið fyrir fjárfestingum. Hér gildi reglur og lög sem allir fara eftir og sé það gert á ekki að skipta máli hvaðan menn koma. Þorgerður gagnrýndi ráðherra fyrir málflutning sem fældi fjárfesta frá. Forsætisráðherra vildi þjóðnýta ákveðnar eignir, landbúnaðarráðherra ræddi ekki við Evrópusambandið og innanríkisráðherra vildi loka og læsa fyrir Kínverjum. Athygli vekur að við annan tón kveður hjá Þorgerði en formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, sem hefur goldið varhug við jarðarkaupum af þessari stærðargráðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, fagnaði, líkt og Þorgerður Katrín, áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, kallaði eftir viljayfirlýsingu forsætis-, eða fjármálaráðherra um viðræður við Nubo. Hann sagði mikilvægt að Nubo hefði lýst yfir fullum vilja til samráðs við heimamenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingunni, sagði brýnt að taka málinu með opnum huga og nauðsynlegt væri að tryggja fjölbreytni í atvinnulífinu. „Við þurfum erlenda fjárfestingu, ef hún stenst íslenskar kröfur eigum við ekki að hafna henni, slíkt afturhald er ekki í boði.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
ragnheiður elín Árnadóttir Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og hvatti til þess að fundað yrði með Nubo. Hann vildi leysa málið með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga, sem og landsvæðisins sem hann sagði teljast kalt í atvinnulegu tilliti. Hann spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hvort hún væri ekki sama sinnis. Þorgerður játti því og taldi farsælast að leita lausna á málinu. „Allar þjóðir eiga að vita að landið sé opið fyrir fjárfestingum. Hér gildi reglur og lög sem allir fara eftir og sé það gert á ekki að skipta máli hvaðan menn koma. Þorgerður gagnrýndi ráðherra fyrir málflutning sem fældi fjárfesta frá. Forsætisráðherra vildi þjóðnýta ákveðnar eignir, landbúnaðarráðherra ræddi ekki við Evrópusambandið og innanríkisráðherra vildi loka og læsa fyrir Kínverjum. Athygli vekur að við annan tón kveður hjá Þorgerði en formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, sem hefur goldið varhug við jarðarkaupum af þessari stærðargráðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, fagnaði, líkt og Þorgerður Katrín, áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, kallaði eftir viljayfirlýsingu forsætis-, eða fjármálaráðherra um viðræður við Nubo. Hann sagði mikilvægt að Nubo hefði lýst yfir fullum vilja til samráðs við heimamenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingunni, sagði brýnt að taka málinu með opnum huga og nauðsynlegt væri að tryggja fjölbreytni í atvinnulífinu. „Við þurfum erlenda fjárfestingu, ef hún stenst íslenskar kröfur eigum við ekki að hafna henni, slíkt afturhald er ekki í boði.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira