Ótrúlegasta reynsla ævi minnar 8. september 2011 12:00 Gina og Harry Belafonte hafa ferðast um allan heiminn til að kynna heimildarmyndina Sing Your Song. nordicphotos/getty Gina Belafonte, dóttir goðsagnarinnar Harry Belafonte, verður á meðal gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Gina segir að gerð heimildarmyndar um föður sinn hafi verið ótrúlegasta reynsla ævi sinnar. Myndin verður sýnd á RIFF. Hún kemur hingað sem meðframleiðandi heimildarmyndarinnar Sing Your Song sem fjallar um söngvarann, leikarann, „calypso-kónginn“ og mannréttindafrömuðinn Harry Belafonte. Hún verður viðstödd sýningu myndarinnar og tekur þátt í umræðum að henni lokinni. „Þessi mynd hefur gefið mér tækifæri til að ferðast út um allan heim og ég er spennt yfir því að Ísland sé einn af áfangastöðunum,“ segir Belafonte. Sing Your Song hefur þegar verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðunum í Berlín, Tribeca og Sundance, og hefur hvarvetna vakið athygli og fengið góða dóma. Myndin rekur ævi þessa rómaða listamanns, gegnum líf, listir og baráttu hans fyrir jöfnuði og grundvallarmannréttindum öllum til handa. Flestir þekkja söngvarann Harry Belafonte, sem er 84 ára, og smelli hans á borð við Banana Boat Song og Jump in the Line. Færri vita að hann vann náið með Martin Luther King í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, tók virkan þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og gagnrýndi opinberlega utanríkisstefnu ríkisstjórnar George W. Bush. Hann er einnig upphafsmaður átaksins We Are the World og hefur verið góðgerðasendiherra UNICEF í næstum tuttugu ár. Gerð heimildarmyndarinnar tók sex og hálft ár. Spurð hvort framleiðslan hafi verið krefjandi segir hin fimmtuga Belafonte að vissulega taki slíkt verkefni tíma og fyrirhöfn. „Við þurftum að takast á við margar áskoranir en að mestu leyti var þetta ótrúlegasta reynsla ævi minnar. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að skrásetja arfleifð föður míns og komast að því hvers konar maður hann er og var og hvert framlag hans var til bandarískrar sögu,“ segir hún. Sjálf á hún að baki feril sem leikkona í breikdansmyndinni Beat Street, Bright Lights Big City með Michael J. Fox í aðalhlutverki og Kansas City eftir Robert Altman. Þau feðgin hafa unnið saman í næstum tuttugu ár við hin ýmsu samfélagsverkefni og einnig hafa þau gert nokkrar myndir saman. Er auðvelt að vinna með honum? „Ég veit það ekki. Er auðvelt að vinna með snillingum?“ segir hún og hlær. „Ég get ekki borið hann saman við neinn annan. Það er frábært að vinna með honum. Hann er samstarfsfús, ástríðufullur og hefur skýrar hugmyndir um hverju hann vill ná fram.“ En hvers vegna ákvaðstu að gera þessa heimildarmynd? „Mig langaði að svara ýmsum spurningum. Þegar ég ólst upp var ýmislegt sem ég vildi vita og síðan var dóttir mín að verða sjö ára og bróðir minn var að eignast sitt barn. Mig langaði að skrásetja fyrir þau ævi föður míns, sérstaklega frá hans sjónarhorni. Þannig að þegar þau yxu úr grasi hefðu þau betri skilning á því hver hann var og hvert framlag hans var.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Gina Belafonte, dóttir goðsagnarinnar Harry Belafonte, verður á meðal gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Gina segir að gerð heimildarmyndar um föður sinn hafi verið ótrúlegasta reynsla ævi sinnar. Myndin verður sýnd á RIFF. Hún kemur hingað sem meðframleiðandi heimildarmyndarinnar Sing Your Song sem fjallar um söngvarann, leikarann, „calypso-kónginn“ og mannréttindafrömuðinn Harry Belafonte. Hún verður viðstödd sýningu myndarinnar og tekur þátt í umræðum að henni lokinni. „Þessi mynd hefur gefið mér tækifæri til að ferðast út um allan heim og ég er spennt yfir því að Ísland sé einn af áfangastöðunum,“ segir Belafonte. Sing Your Song hefur þegar verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðunum í Berlín, Tribeca og Sundance, og hefur hvarvetna vakið athygli og fengið góða dóma. Myndin rekur ævi þessa rómaða listamanns, gegnum líf, listir og baráttu hans fyrir jöfnuði og grundvallarmannréttindum öllum til handa. Flestir þekkja söngvarann Harry Belafonte, sem er 84 ára, og smelli hans á borð við Banana Boat Song og Jump in the Line. Færri vita að hann vann náið með Martin Luther King í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, tók virkan þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og gagnrýndi opinberlega utanríkisstefnu ríkisstjórnar George W. Bush. Hann er einnig upphafsmaður átaksins We Are the World og hefur verið góðgerðasendiherra UNICEF í næstum tuttugu ár. Gerð heimildarmyndarinnar tók sex og hálft ár. Spurð hvort framleiðslan hafi verið krefjandi segir hin fimmtuga Belafonte að vissulega taki slíkt verkefni tíma og fyrirhöfn. „Við þurftum að takast á við margar áskoranir en að mestu leyti var þetta ótrúlegasta reynsla ævi minnar. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að skrásetja arfleifð föður míns og komast að því hvers konar maður hann er og var og hvert framlag hans var til bandarískrar sögu,“ segir hún. Sjálf á hún að baki feril sem leikkona í breikdansmyndinni Beat Street, Bright Lights Big City með Michael J. Fox í aðalhlutverki og Kansas City eftir Robert Altman. Þau feðgin hafa unnið saman í næstum tuttugu ár við hin ýmsu samfélagsverkefni og einnig hafa þau gert nokkrar myndir saman. Er auðvelt að vinna með honum? „Ég veit það ekki. Er auðvelt að vinna með snillingum?“ segir hún og hlær. „Ég get ekki borið hann saman við neinn annan. Það er frábært að vinna með honum. Hann er samstarfsfús, ástríðufullur og hefur skýrar hugmyndir um hverju hann vill ná fram.“ En hvers vegna ákvaðstu að gera þessa heimildarmynd? „Mig langaði að svara ýmsum spurningum. Þegar ég ólst upp var ýmislegt sem ég vildi vita og síðan var dóttir mín að verða sjö ára og bróðir minn var að eignast sitt barn. Mig langaði að skrásetja fyrir þau ævi föður míns, sérstaklega frá hans sjónarhorni. Þannig að þegar þau yxu úr grasi hefðu þau betri skilning á því hver hann var og hvert framlag hans var.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira