Tapaði verðmætum í óþekktum leigubíl 8. september 2011 06:00 Plötuspilari af þessari tegund og lit er meðal þess sem Ólafur saknar eftir bílferðina afdrifaríku. Mikið tap Ólafur Sigurðsson og kona hans gleymdu myndavél, plötuspilara og plötum í leigubíl fyrir nokkru. Þau hafa ekki haft uppi á mununum en óska eftir ábendingum frá þeim sem gætu haft upplýsingar um málið. FRéttablaðið/Valli „Það er alveg skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna þess að maður býst við því að leigubílstjórar séu traustsins verðir,“ segir Ólafur Sigurðsson, sem varð fyrir því á dögunum að gleyma kassa af verðmætum í farangursgeymslu leigubíls. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur hann ekki fundið viðkomandi leigubílstjóra og þar af leiðandi ekki fengið eigur sínar til baka. Ólafur hefur því kært málið til lögreglu. „Ég hafði verið með hljómplötuklúbbnum í miðbænum framan af degi á Menningarnótt að selja og gefa vínylplötur, en þegar við konan mín héldum heim um miðnætti fengum við leigubíl ofarlega á Njarðargötu. Ég var með pappakassa sem í var myndavél af gerðinni Sony Alpha, ferðaplötuspilari og tvær vínylplötur, sem ég setti í skottið. Svo rann það upp fyrir mér þegar við erum komin heim að ég hafði gleymt kassanum í bílnum.“ Ólafur segist hafa hringt á allar leigubílastöðvarnar strax morguninn eftir en engin hafi kannast við að bíll frá þeim hafi farið í þessa ferð. „Það sem gerir málið svo flóknara er að við pöntuðum ekki bílinn, heldur kölluðum á hann af götunni. Og svo greiddum við í reiðufé og þess vegna er ekki hægt að rekja greiðsluna.“ Ólafur bætir því við að bílstjórinn hafi verið ungur, þrekinn maður, með dökkt stutt hár og húðflúr á báðum handleggjum. Bíllinn var ljós á litinn og með hvíta leðurinnréttingu. „Ég sendi þessa lýsingu á allar stöðvarnar og fékk afar takmörkuð svör, nema hjá Hreyfli sem fór yfir ferðir bíla sinna úr ökuritum og fann engan bíl sem fór þessa leið.“ Tap Ólafs er þó nokkuð, enda er myndavélin um 100 þúsund króna virði og plötuspilarinn sömuleiðis tugþúsunda virði, en þar er líka um safngrip að ræða sem er erfitt að bæta. „Ég er eiginlega alveg vopnlaus í þessu máli núna og vil þess vegna biðla til þess sem er með hlutina eða einhverra sem hafa séð þá, að hafa samband við lögreglu svo að þeir komist nú til skila,“ segir Ólafur að lokum. Tilfelli sem þessi koma einnig illa við stétt leigubílstjóra, að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns bifreiðastjórafélagsins Frama – félags leigubifreiðastjóra. „Það kemur sér mjög illa fyrir stéttina ef menn eru að gera svona lagað. Á meðan maðurinn finnst ekki bitnar þetta á heildinni.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Mikið tap Ólafur Sigurðsson og kona hans gleymdu myndavél, plötuspilara og plötum í leigubíl fyrir nokkru. Þau hafa ekki haft uppi á mununum en óska eftir ábendingum frá þeim sem gætu haft upplýsingar um málið. FRéttablaðið/Valli „Það er alveg skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna þess að maður býst við því að leigubílstjórar séu traustsins verðir,“ segir Ólafur Sigurðsson, sem varð fyrir því á dögunum að gleyma kassa af verðmætum í farangursgeymslu leigubíls. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur hann ekki fundið viðkomandi leigubílstjóra og þar af leiðandi ekki fengið eigur sínar til baka. Ólafur hefur því kært málið til lögreglu. „Ég hafði verið með hljómplötuklúbbnum í miðbænum framan af degi á Menningarnótt að selja og gefa vínylplötur, en þegar við konan mín héldum heim um miðnætti fengum við leigubíl ofarlega á Njarðargötu. Ég var með pappakassa sem í var myndavél af gerðinni Sony Alpha, ferðaplötuspilari og tvær vínylplötur, sem ég setti í skottið. Svo rann það upp fyrir mér þegar við erum komin heim að ég hafði gleymt kassanum í bílnum.“ Ólafur segist hafa hringt á allar leigubílastöðvarnar strax morguninn eftir en engin hafi kannast við að bíll frá þeim hafi farið í þessa ferð. „Það sem gerir málið svo flóknara er að við pöntuðum ekki bílinn, heldur kölluðum á hann af götunni. Og svo greiddum við í reiðufé og þess vegna er ekki hægt að rekja greiðsluna.“ Ólafur bætir því við að bílstjórinn hafi verið ungur, þrekinn maður, með dökkt stutt hár og húðflúr á báðum handleggjum. Bíllinn var ljós á litinn og með hvíta leðurinnréttingu. „Ég sendi þessa lýsingu á allar stöðvarnar og fékk afar takmörkuð svör, nema hjá Hreyfli sem fór yfir ferðir bíla sinna úr ökuritum og fann engan bíl sem fór þessa leið.“ Tap Ólafs er þó nokkuð, enda er myndavélin um 100 þúsund króna virði og plötuspilarinn sömuleiðis tugþúsunda virði, en þar er líka um safngrip að ræða sem er erfitt að bæta. „Ég er eiginlega alveg vopnlaus í þessu máli núna og vil þess vegna biðla til þess sem er með hlutina eða einhverra sem hafa séð þá, að hafa samband við lögreglu svo að þeir komist nú til skila,“ segir Ólafur að lokum. Tilfelli sem þessi koma einnig illa við stétt leigubílstjóra, að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns bifreiðastjórafélagsins Frama – félags leigubifreiðastjóra. „Það kemur sér mjög illa fyrir stéttina ef menn eru að gera svona lagað. Á meðan maðurinn finnst ekki bitnar þetta á heildinni.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira