Tapaði verðmætum í óþekktum leigubíl 8. september 2011 06:00 Plötuspilari af þessari tegund og lit er meðal þess sem Ólafur saknar eftir bílferðina afdrifaríku. Mikið tap Ólafur Sigurðsson og kona hans gleymdu myndavél, plötuspilara og plötum í leigubíl fyrir nokkru. Þau hafa ekki haft uppi á mununum en óska eftir ábendingum frá þeim sem gætu haft upplýsingar um málið. FRéttablaðið/Valli „Það er alveg skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna þess að maður býst við því að leigubílstjórar séu traustsins verðir,“ segir Ólafur Sigurðsson, sem varð fyrir því á dögunum að gleyma kassa af verðmætum í farangursgeymslu leigubíls. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur hann ekki fundið viðkomandi leigubílstjóra og þar af leiðandi ekki fengið eigur sínar til baka. Ólafur hefur því kært málið til lögreglu. „Ég hafði verið með hljómplötuklúbbnum í miðbænum framan af degi á Menningarnótt að selja og gefa vínylplötur, en þegar við konan mín héldum heim um miðnætti fengum við leigubíl ofarlega á Njarðargötu. Ég var með pappakassa sem í var myndavél af gerðinni Sony Alpha, ferðaplötuspilari og tvær vínylplötur, sem ég setti í skottið. Svo rann það upp fyrir mér þegar við erum komin heim að ég hafði gleymt kassanum í bílnum.“ Ólafur segist hafa hringt á allar leigubílastöðvarnar strax morguninn eftir en engin hafi kannast við að bíll frá þeim hafi farið í þessa ferð. „Það sem gerir málið svo flóknara er að við pöntuðum ekki bílinn, heldur kölluðum á hann af götunni. Og svo greiddum við í reiðufé og þess vegna er ekki hægt að rekja greiðsluna.“ Ólafur bætir því við að bílstjórinn hafi verið ungur, þrekinn maður, með dökkt stutt hár og húðflúr á báðum handleggjum. Bíllinn var ljós á litinn og með hvíta leðurinnréttingu. „Ég sendi þessa lýsingu á allar stöðvarnar og fékk afar takmörkuð svör, nema hjá Hreyfli sem fór yfir ferðir bíla sinna úr ökuritum og fann engan bíl sem fór þessa leið.“ Tap Ólafs er þó nokkuð, enda er myndavélin um 100 þúsund króna virði og plötuspilarinn sömuleiðis tugþúsunda virði, en þar er líka um safngrip að ræða sem er erfitt að bæta. „Ég er eiginlega alveg vopnlaus í þessu máli núna og vil þess vegna biðla til þess sem er með hlutina eða einhverra sem hafa séð þá, að hafa samband við lögreglu svo að þeir komist nú til skila,“ segir Ólafur að lokum. Tilfelli sem þessi koma einnig illa við stétt leigubílstjóra, að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns bifreiðastjórafélagsins Frama – félags leigubifreiðastjóra. „Það kemur sér mjög illa fyrir stéttina ef menn eru að gera svona lagað. Á meðan maðurinn finnst ekki bitnar þetta á heildinni.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Mikið tap Ólafur Sigurðsson og kona hans gleymdu myndavél, plötuspilara og plötum í leigubíl fyrir nokkru. Þau hafa ekki haft uppi á mununum en óska eftir ábendingum frá þeim sem gætu haft upplýsingar um málið. FRéttablaðið/Valli „Það er alveg skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna þess að maður býst við því að leigubílstjórar séu traustsins verðir,“ segir Ólafur Sigurðsson, sem varð fyrir því á dögunum að gleyma kassa af verðmætum í farangursgeymslu leigubíls. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur hann ekki fundið viðkomandi leigubílstjóra og þar af leiðandi ekki fengið eigur sínar til baka. Ólafur hefur því kært málið til lögreglu. „Ég hafði verið með hljómplötuklúbbnum í miðbænum framan af degi á Menningarnótt að selja og gefa vínylplötur, en þegar við konan mín héldum heim um miðnætti fengum við leigubíl ofarlega á Njarðargötu. Ég var með pappakassa sem í var myndavél af gerðinni Sony Alpha, ferðaplötuspilari og tvær vínylplötur, sem ég setti í skottið. Svo rann það upp fyrir mér þegar við erum komin heim að ég hafði gleymt kassanum í bílnum.“ Ólafur segist hafa hringt á allar leigubílastöðvarnar strax morguninn eftir en engin hafi kannast við að bíll frá þeim hafi farið í þessa ferð. „Það sem gerir málið svo flóknara er að við pöntuðum ekki bílinn, heldur kölluðum á hann af götunni. Og svo greiddum við í reiðufé og þess vegna er ekki hægt að rekja greiðsluna.“ Ólafur bætir því við að bílstjórinn hafi verið ungur, þrekinn maður, með dökkt stutt hár og húðflúr á báðum handleggjum. Bíllinn var ljós á litinn og með hvíta leðurinnréttingu. „Ég sendi þessa lýsingu á allar stöðvarnar og fékk afar takmörkuð svör, nema hjá Hreyfli sem fór yfir ferðir bíla sinna úr ökuritum og fann engan bíl sem fór þessa leið.“ Tap Ólafs er þó nokkuð, enda er myndavélin um 100 þúsund króna virði og plötuspilarinn sömuleiðis tugþúsunda virði, en þar er líka um safngrip að ræða sem er erfitt að bæta. „Ég er eiginlega alveg vopnlaus í þessu máli núna og vil þess vegna biðla til þess sem er með hlutina eða einhverra sem hafa séð þá, að hafa samband við lögreglu svo að þeir komist nú til skila,“ segir Ólafur að lokum. Tilfelli sem þessi koma einnig illa við stétt leigubílstjóra, að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns bifreiðastjórafélagsins Frama – félags leigubifreiðastjóra. „Það kemur sér mjög illa fyrir stéttina ef menn eru að gera svona lagað. Á meðan maðurinn finnst ekki bitnar þetta á heildinni.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði