Erlent

Fundu drukknar mæðgur - sú yngri var aðeins eins árs gömul

Myndin er úr safni og tengist að sjálfsögðu fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist að sjálfsögðu fréttinni ekki beint.
32 ára gömul kona frá Houston í Bandaríkjunum var ákærð í dag fyrir að vanrækja börnin sín tvö eftir að lögreglan fann eins árs gamalt barn hennar drukkið.

Konan, sem heitir Lashwanda Allen, hafði sofnað ölvuð með barnið í rúminu eftir að hafa drukkið áfengan orkudrykk.

Hún segist hafa vaknað og þá séð barnið sitt með tóma dósina í hendinni. Barnið var augljóslega drukkið, en það mældist með 0.9 prómíl af áfengi í blóðinu. Þess má geta að ekki má aka bifreið á Íslandi sé viðkomandi með 0.5 prómíl í blóðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni barst þeim tilkynning um atvikið frá nágranna Allenar. Sá hafði mætt henni á gangi fjölbýlishúss sem hún býr í.

Allen sagði nágranna sínum að dóttir sín væri drukkinn. Nágranninn fór þá inn í íbúð konunnar og fann þar ölvaða barnið og annað barn Allenar, sem er fjögurra mánaða gamalt.

Nágranninn sá að fjögurra mánaða barnið lá hálft út úr rúminu, en það eina sem aftraði því frá því að detta á gólfið, var lak sem barnið var flækt í. Nágranninn hringdi þá strax á sjúkrabíl og lögregluna.

Móðirin var handtekin og þarf að greiða tvö þúsund dollara í tryggingafé vilji hún endurheimta frelsi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×