Lífið

Victoria farin að spara

Victoria Beckham kom starfsmönnum matvörubúðarinnar Ralph´s á óvart er hún sótti um afsláttarkort fyrir fjölskylduna. Hér er hún ásamt nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Harper Seven.
Victoria Beckham kom starfsmönnum matvörubúðarinnar Ralph´s á óvart er hún sótti um afsláttarkort fyrir fjölskylduna. Hér er hún ásamt nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Harper Seven. Nordicphotos/getty
Victoria Beckham er ekki beint þekkt fyrir að spara en hún kom starfsfólki matvörubúðarinnar Ralph"s í Los Angeles á óvart þegar hún bað lífvörð sinn um að sækja um afsláttarkort fyrir fjölskylduna.

Afsláttarkortið gefur 25% afslátt af allri matvöru og er hugsað sem búbót fyrir stórar fjölskyldur.

„Okkur fannst gott að sjá að Victoria hugsar um að spara eins og við hin. Við sprungum hins vegar úr hlátri þegar hún var farin, þar sem hún hefur líklega efni á að kaupa alla búðina ef hún vill,“ segir starfsmaður búðarinnar við Daily Star.

Þess má geta að töskusafn frú Beckham er metið á rúmar 200 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.