Myrkari og rafrænni tónar 3. febrúar 2011 17:00 Strákarnir í White Lies hafa gefið út sína aðra plötu, Ritual. Nordicphotos/Getty Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira