Myrkari og rafrænni tónar 3. febrúar 2011 17:00 Strákarnir í White Lies hafa gefið út sína aðra plötu, Ritual. Nordicphotos/Getty Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira