Erlent

Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum

Doritos-flögur.
Doritos-flögur.
Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag.

Fjölskylda West hefur fengið leyfi frá forsvarsmönnum kirkjugarðsins til þess að kasta Doritos flögum ofan í gröfina þar sem ílátið, sem geymir líkamsleifar West, verður grafið.

„Honum myndi finnast þetta bráðfyndið,“ segir dóttir West í viðtali við Reuters.

West markaðsetti flögurnar í Bandaríkjunum árið 1964 og á heimsvísu tveimur árum síðar. Líklega kannast flestir við Dorito flögurnar enda var heildarvelta fyrirtækisins á síðasta ári 5 milljarðar dollara.

Dóttir West segir að uppáhaldsflögur föður síns hefðu verið Cool Ranch og Toasted Corn chip flögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×