Erlent

Jarðskjálftahrina við Kanaríeyjar

Talsverð ógn stafar af aurskriðum í hlíðum El-Hierro.
Talsverð ógn stafar af aurskriðum í hlíðum El-Hierro.
Um 150 jarðskjálftar hafa mælst á El-Hierro, minnstu eyju Kanaríeyja. Eyjan er afar vinsæll ferðamannastaður og nú óttast yfirvöld eldgos. Herinn hefur staðið í ströngu í dag við að undirbúa fólksflutninga af eyjunni ef allt fer á versta veg. Í nótt voru 53 einstaklingar beðnir um að yfirgefa hús sín af ótta við aurskriður. Þegar dagaði var ákveðið að öllum skólum á eyjunni yrði lokað í dag.

Sérfræðingar telja að orsökin fyrir jarðskjálftunum sé mikið magn kviku sem þrýstist upp á yfirborðið, með þeim afleiðingum að jörð klofnar og skjálfar fylgi í kljölfarið. Núna reyna sérfræðingar að komast að því hvort að kvikan muni á endanum brjótast í gegn og valda gosi. Þetta gæti gerst á næstu dögum, vikum eða mánuðum. Síðasta eldgos á El-Hierro átti sér stað árið 1793 og stóð í um mánuð.

Eumenio Ancochea, eldfjallafræðingur við Complutense háskólann í Madrid, telur eldgos á El-Hierro vera tilvalið tækifæri til að draga ferðalanga að eyjunni. Hann segir eðlilegt að fólk sé hrætt en það sé í raun lítil hætta sem stafi af eldfjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×