Erlent

Gadaffi undir verndarvæng hirðingja

Fyrrum einræðisherra Libíu, Muammar Gadaffi.
Fyrrum einræðisherra Libíu, Muammar Gadaffi. mynd/AFP
Enn á ný berast fregnir af hugsanlegum felustað Muammar Gadaffi, fyrrum leiðtoga Líbíu. Nú telja yfirvöld í Líbíu að Gadaffi haldi til við landamæri Alsír og sé þar undir vernd innfæddra Tuareg hermanna. Gadaffi flúði eftir að uppreisnarmenn náðu valdi yfir landinu í síðasta mánuði, þó er talið að Gadaffi sé enn að skipuleggja aðgerðir til hefta sókn uppreisnarmanna og að hann vinni nú að því að endurheimta traust fyrrum hermanna sinna. Talsmaður hersins í Líbíu segir leitina enn standa yfir en svæðið sem Gadaffi er talinn vera á er afar víðfemt og erfitt yfirferðar. Hann greindi einnig frá því að líklegt þyki að Gadaffi greiði Tuareg mönnun fyrir verndum.

Að sama skapi stendur leit enn yfir af börnum Gadaffis sem virðast hafa dreift sér um Líbíu. Dóttir Gadaffis hefur reyndar leitað hælis í Alsír og hefur farið mikinn í fjölmiðlum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×