Erlent

Evrópuríkin draga í land gagnvart Sýrlendingum

Mikil átök hafa geisað í Sýrlandi síðustu vikur.
Mikil átök hafa geisað í Sýrlandi síðustu vikur. MYND/AP
Evrópuríki hafa dregið úr þeim auknu þvingunum sem þau vilja beita stjórnvöld í Sýrlandi en á þessu ári hafa þúsundir mótmælenda látist í átökum við stjórnarhermenn þar í landi. Evrópuríkin höfðu sett fram harða tillögu í málinu sem leggja átti fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en nú hefur orðalag hennar verið mildað með það að markmiði að fá Kínverja og Rússa til að samþykkja aðgerðirnar. Þau lönd hafa hingað til hótað því að beita neitunarvaldi sínu gegn öllum slíkum tillögum.  Í nýju tillögunni er þess krafist að stríðandi fylkingar láti af ofbeldinu, og takist það ekki verði farið út í viðskiptaþvinganir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×