Innlent

Tignarlegur ísjaki rekur út af Vestfjörðum

Borgarísjaki rekur út af Vestfjörðum en að sögn Hafþórs Gunnarsson, fréttaritari á Bolungarvík, þá virðist hann stefna í Ísafjarðardjúpið.

Hann er því nálægt siglingaleiðum á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafa margar tilkynningar borist þeim undanfarið vegna ísjakans sem er nokkuð stór.

Þá er nokkuð um að íshröngl hafi sést á siglingaleiðum og getur sjófarendum stafað hætta af þeim samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni.

Í eftirlitsflugi TF-GNA um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi var komið að íshröngli og einum stökum ísjaka milli 65-57.8n 023-50.6w og 65-57.2n 023-48.5w, næst um 1 sjómílu frá landi.

Ísjakarnir geta verið hættulegir sjófarendum þar sem farið er að brotna úr þeim, en brotin sjást illa í ratsjám.

Eins og sést á myndunum er jakinn fallegur en það var Hafþór sem tók myndirnar um klukkan hálfþrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×