Hófu framkvæmdir án leyfis frá ráðherra 23. janúar 2011 08:00 Framkvæmdir við Markarfljót snúast um að verja höfnina gegn framburði fljótsins. Ósar fljótsins eru stutt frá höfninni og því er gripið til þess ráðs að beina henni til austurs. fréttablaðið/óskar Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, á miðvikudag þar sem spurt var hvort Skipulagsstofnun hefði sótt um starfsleyfið. Þau svör fengust að ekkert erindi hefði borist ráðuneytinu um framkvæmdir við Markarfljót. Í svari Kristjáns við frekari fyrirspurnum um málið á fimmtudag kom fram að vatnalögin frá 1923 væru vissulega í fullu gildi og samkvæmt ákvæðum 133. greinar laganna beri framkvæmdaraðila [Siglingastofnun] að tilkynna ráðherra og fá leyfi hans. „Í þessu felst að ákvörðun ráðherra um það hvort viðkomandi framkvæmd er leyfisskyld þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir.“ Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, taldi túlkun ráðuneytisins á lögunum ranga því heimilt sé, bæði samkvæmt vatnalögum og lögum um flóðvarnir í Markarfljóti, að fara í framkvæmdir án leyfis ráðherra. Sigurður segir að stofnunin hafi verið komin með heimild til framkvæmda frá sveitarfélaginu um miðjan desember og talið það fullnægjandi. Sveitarfélagið hafi leitað til opinberra aðila áður en framkvæmd var heimiluð og það verið mat stofnunarinnar að ekki væri nauðsynlegt að fá heimild frá öðrum aðilum. Ráðuneytið kallaði í gær á sinn fund sveitarstjóra Rangárþings eystra, fulltrúa Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Siglingastofnunar. Fyrir fundinum lá umsókn Siglingastofnunar um leyfi til framkvæmda við Markarfljót. Á fundinum kom fram að öll skilyrði væru fyrir útgáfu leyfis á grundvelli vatnalaga og ráðuneytið gaf út framkvæmdaleyfið síðar um daginn, að sögn Kristjáns ráðuneytisstjóra. Gerð bráðabirgðavarnargarðsins, sem er 600 metra langur, vestan Markarfljóts færir farveg fljótsins austur um 400 metra. Með nýja varnargarðinum er reiknað með að framburður fljótsins berist síður fyrir hafnarmynnið í Landeyjahöfn. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, á miðvikudag þar sem spurt var hvort Skipulagsstofnun hefði sótt um starfsleyfið. Þau svör fengust að ekkert erindi hefði borist ráðuneytinu um framkvæmdir við Markarfljót. Í svari Kristjáns við frekari fyrirspurnum um málið á fimmtudag kom fram að vatnalögin frá 1923 væru vissulega í fullu gildi og samkvæmt ákvæðum 133. greinar laganna beri framkvæmdaraðila [Siglingastofnun] að tilkynna ráðherra og fá leyfi hans. „Í þessu felst að ákvörðun ráðherra um það hvort viðkomandi framkvæmd er leyfisskyld þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir.“ Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, taldi túlkun ráðuneytisins á lögunum ranga því heimilt sé, bæði samkvæmt vatnalögum og lögum um flóðvarnir í Markarfljóti, að fara í framkvæmdir án leyfis ráðherra. Sigurður segir að stofnunin hafi verið komin með heimild til framkvæmda frá sveitarfélaginu um miðjan desember og talið það fullnægjandi. Sveitarfélagið hafi leitað til opinberra aðila áður en framkvæmd var heimiluð og það verið mat stofnunarinnar að ekki væri nauðsynlegt að fá heimild frá öðrum aðilum. Ráðuneytið kallaði í gær á sinn fund sveitarstjóra Rangárþings eystra, fulltrúa Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Siglingastofnunar. Fyrir fundinum lá umsókn Siglingastofnunar um leyfi til framkvæmda við Markarfljót. Á fundinum kom fram að öll skilyrði væru fyrir útgáfu leyfis á grundvelli vatnalaga og ráðuneytið gaf út framkvæmdaleyfið síðar um daginn, að sögn Kristjáns ráðuneytisstjóra. Gerð bráðabirgðavarnargarðsins, sem er 600 metra langur, vestan Markarfljóts færir farveg fljótsins austur um 400 metra. Með nýja varnargarðinum er reiknað með að framburður fljótsins berist síður fyrir hafnarmynnið í Landeyjahöfn. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira