Hófu framkvæmdir án leyfis frá ráðherra 23. janúar 2011 08:00 Framkvæmdir við Markarfljót snúast um að verja höfnina gegn framburði fljótsins. Ósar fljótsins eru stutt frá höfninni og því er gripið til þess ráðs að beina henni til austurs. fréttablaðið/óskar Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, á miðvikudag þar sem spurt var hvort Skipulagsstofnun hefði sótt um starfsleyfið. Þau svör fengust að ekkert erindi hefði borist ráðuneytinu um framkvæmdir við Markarfljót. Í svari Kristjáns við frekari fyrirspurnum um málið á fimmtudag kom fram að vatnalögin frá 1923 væru vissulega í fullu gildi og samkvæmt ákvæðum 133. greinar laganna beri framkvæmdaraðila [Siglingastofnun] að tilkynna ráðherra og fá leyfi hans. „Í þessu felst að ákvörðun ráðherra um það hvort viðkomandi framkvæmd er leyfisskyld þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir.“ Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, taldi túlkun ráðuneytisins á lögunum ranga því heimilt sé, bæði samkvæmt vatnalögum og lögum um flóðvarnir í Markarfljóti, að fara í framkvæmdir án leyfis ráðherra. Sigurður segir að stofnunin hafi verið komin með heimild til framkvæmda frá sveitarfélaginu um miðjan desember og talið það fullnægjandi. Sveitarfélagið hafi leitað til opinberra aðila áður en framkvæmd var heimiluð og það verið mat stofnunarinnar að ekki væri nauðsynlegt að fá heimild frá öðrum aðilum. Ráðuneytið kallaði í gær á sinn fund sveitarstjóra Rangárþings eystra, fulltrúa Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Siglingastofnunar. Fyrir fundinum lá umsókn Siglingastofnunar um leyfi til framkvæmda við Markarfljót. Á fundinum kom fram að öll skilyrði væru fyrir útgáfu leyfis á grundvelli vatnalaga og ráðuneytið gaf út framkvæmdaleyfið síðar um daginn, að sögn Kristjáns ráðuneytisstjóra. Gerð bráðabirgðavarnargarðsins, sem er 600 metra langur, vestan Markarfljóts færir farveg fljótsins austur um 400 metra. Með nýja varnargarðinum er reiknað með að framburður fljótsins berist síður fyrir hafnarmynnið í Landeyjahöfn. svavar@frettabladid.is Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, á miðvikudag þar sem spurt var hvort Skipulagsstofnun hefði sótt um starfsleyfið. Þau svör fengust að ekkert erindi hefði borist ráðuneytinu um framkvæmdir við Markarfljót. Í svari Kristjáns við frekari fyrirspurnum um málið á fimmtudag kom fram að vatnalögin frá 1923 væru vissulega í fullu gildi og samkvæmt ákvæðum 133. greinar laganna beri framkvæmdaraðila [Siglingastofnun] að tilkynna ráðherra og fá leyfi hans. „Í þessu felst að ákvörðun ráðherra um það hvort viðkomandi framkvæmd er leyfisskyld þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir.“ Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, taldi túlkun ráðuneytisins á lögunum ranga því heimilt sé, bæði samkvæmt vatnalögum og lögum um flóðvarnir í Markarfljóti, að fara í framkvæmdir án leyfis ráðherra. Sigurður segir að stofnunin hafi verið komin með heimild til framkvæmda frá sveitarfélaginu um miðjan desember og talið það fullnægjandi. Sveitarfélagið hafi leitað til opinberra aðila áður en framkvæmd var heimiluð og það verið mat stofnunarinnar að ekki væri nauðsynlegt að fá heimild frá öðrum aðilum. Ráðuneytið kallaði í gær á sinn fund sveitarstjóra Rangárþings eystra, fulltrúa Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Siglingastofnunar. Fyrir fundinum lá umsókn Siglingastofnunar um leyfi til framkvæmda við Markarfljót. Á fundinum kom fram að öll skilyrði væru fyrir útgáfu leyfis á grundvelli vatnalaga og ráðuneytið gaf út framkvæmdaleyfið síðar um daginn, að sögn Kristjáns ráðuneytisstjóra. Gerð bráðabirgðavarnargarðsins, sem er 600 metra langur, vestan Markarfljóts færir farveg fljótsins austur um 400 metra. Með nýja varnargarðinum er reiknað með að framburður fljótsins berist síður fyrir hafnarmynnið í Landeyjahöfn. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira